Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Rann á hjarni Siglfirðingur vann Gífurlegur snjór Íslandsmót (1) Íslandsmót (2) Vélsleði skáta Þotukeppni Þyrla sótti slasaðan Snjóþungi í mars Halla Haraldsdóttir Afreksmaður ... Dakoda flugvél á Sigló Haförninn og .. Hvað heitir paddan Með Haferninum Heimasætur Tilraun með síld Saltað í flestum.. ASN þingfulltrúar Strákagöng senn Einangrun rofin Fréttir og prestar

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka
Myndasyrpa

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

  Bland dagsetninga:

Fréttir af Haferninum, síld ofl.  

+ Myndasyrpa frá Haferninum.  Texti: Steingrímur.

 

Haförninn landar 3.200 tonnum

Siglufirði, 3. júlí.

SÍLDARFLUTNINGASKIPIÐ Haförninn er að landa hér í dag  3.200 tonnum og er þetta annar farmurinn, sem skipið kemur með, fyrri farmurinn  var 180O tonn.

Síldin fer í bræðslu hjá SR, en hún var sótt á miðin við Jan Mayen  og Svalbarða.

S.K

==================================================

 

Síldin vel  söltunar-hæf eftir 4  daga geymslu í ís og  pækli

 

Siglufirði, 14. September.

 HAFÖRNINN kom í morgun með fullfermi og hefur þá alls flutt, yfir 40 þúsund tonn bræðslusíldar hingað í  sumar og haust. Þessi síld er öll af hinum fjarlægu miðum við Jan Mayen og  Svalbarða.

Í þessari ferð kom Haförninn einnig með ísaða síld og síld í pækli í tilraunaskyni á  vegum Síldarverksmiðja ríkisins og niðurlagningarverksmiðjunnar, Sigló-síld.

Úr þessum tilraunum fengust um 20 uppsaltaðar tunnur, bæði úr ísuðu síldinni og  þeirri í pæklinum. Ísaða síldin reyndist betur til söltunar, þ.e.a.s. síldin, sem var efst í  kössunum.

Um það bil helmingur af þessum tuttugu tunnum var úr ísauðu síldinni en hinn  helmingurinn úr pæklinum.

Öll "tilrauna"síldin, sem Haförninn kom með, reyndist vel söltunarhæf og þurfti engu að henda af henni. Hefur oft verið söltuð hér verri síld.

Þessi reynsla, sem hér hefur fengist, sýnir að vel er mögulegt er að flytja síldina  ísaða í kössum eða í pækli í tönkum. Þó með smávægilegum breytingum frá þessum tilraunum. Síldin var orðin um fjögurra sólarhringa gömul, þegar Haförninn kom með hana  hingað.

Í sumar hefur Haförninn flutt til síldveiðiflotans um 1300 tonn af brennsluolíu. Telja  sjómenn nauðsyn til þess að hafa olíuskip sem fylgi síldveiðiflotanum.

SK

==================================================

Haförninn með fullfermi

Siglufirði, 20. júlí.

HAFÖRNINN kom inn í nótt með fullfermi síldar frá Jan  Mayen með tæpar 3300 lestir síldar til bræðslu. Byrjað var að landa um hálf þrjúleytið í nótt og lýkur löndun væntalega í kvöld. Síldin fer öll í vinnslu hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði.

  SK

==================================================

Haförninn losaði á mettíma

Siglufirði, 20. september.

SÍLDARFLUTNINGASKIPIÐ Haförninn kom hingað í gær og  losaði 3300 tonn á tólf tímum, sem er mettími. Skipið fór aftur á miðin í morgun. Í dag kom svo  Ársæll Sigurðsson með 800 tunnur af hausaðri og slógdreginni síld í pækli og 200 tunnur af  skúfflaðri síld. Á morgun er Siglfirðingur SI 150 væntanlegur með 200 tonn af  ísaðri síld. Í  dag var hér sótsvört þoka og skyggni 25 til 50 metrar, sem er heldur óvenjulegt hér á Siglufirði. -  SK

==================================================

Siglfirðingar óánægðir með útvarpið

Siglufirði, 6. nóvember.

UNDANFARNA mánuði, eða raunar undanfarin ár hafa  Siglfirðingar þurft að búa við mjög slæm hlustunarskilyrði á útsendingum ríkisútvarpsins og þrátt  fyrir ítrekaðar tilraunir af hálfu hlustenda, til að fá úr þeim bætt hafa þær ekki fengist.

Það hafa aðeins verið endurtekin loforð frá útvarpsstjóra um að athuga málið. Útilokað er.að  hlusta á nokkra tónlist á útsendingum Ríkisútvarpsins. unglingarnir geta ekki einu sinni hlustað á  hina háværu táningamúsík, vegna þess hve fölsk og trufluð útisending er. Lokar fólk því aftast fyrir tækin, fremur en að hlusta á hið misþyrmda  efni. Sumir hlusta eingöngu á fréttir, en gefast oft upp á að hlusta þrátt fyrir að von sé á góðu  útvarpsefni Hér eru háværar raddir um að hér verði settur upp FM sendir sem veiti  Siglfirðingum óaðfinnanlegar út-sendingar á dagskrárefni Ríkis-útvarpsins. Að lokum má geta  þess, að til stendur að eina radíóviðgerðarstofan hér hætti störfum um næstu áramót og veiti  eftirleiðis aðeins umboðsþjónustu.

==================================================

Haförninn á mettíma af miðunum

Siglufirði, 25. ágúst.

 SÍLDARFLUTNINGASKIPIÐ Haförninn kom til Siglufjarðar í  gærkvöldi með 3300 tonn af síldarmiðunum fyrir austan. Affermingu lauk í dag. og  fór skipið aftur í kvöld

Haförninn var aðeins þrjá og hálfan sólarhring  í þessari ferð og hefur aldrei verið  svo fljótur í ferðum áður. Er þetta í annað skiptið í þessari viku sem hann landar  á Siglufirði.  SK   

==================================================

Haförninn hættur síldarflutningum

Siglufirði, 6. nóvember.

HAFÖRNINN kom hingað sl. laugardag og er þar með hættur síldarflutningum í ár. Alls hefur hann flutt til Siglufjarðar yfir 50 þúsund tonn af síld, sem að  ómetanlegu gagni hafa komið. Verið er að útbúa hann undir lýsisflutninga, en alls óráðið hvenær  byrjað verður á þeim.

Verið er að reyna að leigja Haförninn í stuttan tíma, eða þar til SR telur hagkvæmt  að selja sitt eigið lýsi, og flytja það. út.  --SK

==================================================

Prestleysi Siglufirði

Siglufirði 6. nóvember.

PRESTLAUST má heita að hafi hér verið síðan í júní í  sumar aðeins þrjár til fjórar messur sungnar á tímabilinu, þar af ein sem Hofsósprestur þjónaði  við. Sóknarpresturinn hér mun vera í kosningabaráttu suður í Reykjavík, þar sem hann hefur  sótt um. starf við Hallgrímskirkju.    SK

==================================================

LEIÐRÉTTING

Siglufirði, 10. nóvember-

VEGNA fréttar í Mbl. í dag, þar sem getið er, að aðeins þrjár til  fjórar messur hafi verið hér haldnar frá í júní þetta ár, hefur sóknarpresturinn séra Ragnar Fjalar  Lárusson tjáð mér, að rangt sé farið með fjölda messa á tímabilinu.

Samkvænt upplýsingum, sem ég aflaði mér hjá meðhjálpara Guðbrandi Magnússyni þá mun messufjöldi umrætt tímabil hafa verið átta, þar af ein útimessa i (17, júní), en ekki þrjár til fjórar, eins og segir í fyrri frétt. Að auki mun séra Ragnar hafa unnið störf við ferðalag með fermingabörnum, sótt mót Æ.S.K. á Hvammstanga o.fl. um helgar eða samtals má telja um 10 þjónustur fyrir utan jarðarfarir og giftingar. Eru allar þessar upplýsingar frá meðhjálpara. Einnig gat Séra Ragnar Fjalar þess í samtalinu við mig. að á þessu tímabili júní-október hafi hann haft fjögurra vikna frí frá störfum samkvæmt leyfi biskups vegna, lasleika. Er séra Ragnar Fjalar  beðinn velvirðingar, á þessum mistökum og leiðréttist þetta hér með

----  Steingrímur.

Athugasemd SK nú árið 2001, vegna ofanritaðrar "Leiðréttingar"

Undirritaður sendi jú leiðréttingu, smávægilega, en nákvæmlega samkvæmt upplýsingum meðhjálparans, en ekki samkvæmt upplýsingum frá  símtali prestsins, En leiðréttingunni var breytt hjá setjara, Mbl. af óviðkomandi starfsmanni Mbl. og í óþökk og án vitundar blaðamannsins sem við leiðréttingunni tók frá mér og skilaði sem minni til setjarans.

Hvernig að þessari fölsun og nafna stuldi (nafn mitt var áfram undir "leiðréttingunni") var staðið, ætla ég ekki að fara út í nánar, en þetta mál hafnaði hjá ritstjórn Morgunblaðsins.

Steingrímur