Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Rann á hjarni Siglfirðingur vann Gífurlegur snjór Íslandsmót (1) Íslandsmót (2) Vélsleði skáta Þotukeppni Þyrla sótti slasaðan Snjóþungi í mars Halla Haraldsdóttir Afreksmaður ... Dakoda flugvél á Sigló Haförninn og .. Hvað heitir paddan Með Haferninum Heimasætur Tilraun með síld Saltað í flestum.. ASN þingfulltrúar Strákagöng senn Einangrun rofin Fréttir og prestar

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Sunnudagur 25. janúar 1967

Frétt: Steingrímur (þá skipverji ( haltur) á Haferninum í höfn)

Rann á hjarni niður hlíðina

Siglfirski pilturinn fannst slasaður í fjallshlíð - - lá þar í 2ja gráðu frosti fram á nótt

 

SIGLUFIRÐI, 24. janúar.----- Í gærkveldi var lögreglan beðin um aðstoð vegna leitar að  ungum pilti, Júlíusi Jónssyni, Hvanneyrarbraut 62, sem ekki hafði komið heim til sín.  Lögreglan brá skjótt við og óskaði eftir aðstoð skáta og Björgunarsveitar  Siglufjarðar.

Vitað var, að Júlíus hafði farið skömmu eflir kl. 13:00 einn síns liðs upp í fjall til myndatöku. Hann hafði átt frí rúman klukkutíma í skólanum og ætlaði að nota  tímann í góða veðrinu til að taka myndir í fjallshlíðinni. Það var hið síðasta, sem vitað  var um Júlíus, en þetta spurðist samt ekki fyrr en kl. 10 um kvöldið. Það var  einn skólafélagi Júlíusar, sem vissi um þessa ætlan  hans.

Skátar og Björgunarsveitin brugðu skjótt við og eftir tæplega klukkustundar leit  fannst Júlíus. Hann var með meðvitund, en mikið skaddaður á höfði og gat sig ekki  hreyft. Júlíus var að stytta sér leið yfir hjarn í fjallinu, en  skrikaði fótur og rann 5O-60 metra niður hjarnið þar til  hann stöðvaðist í grjóturð.

Sigurður Þorsteinsson, skipstjóri á Haferninum, bauð strax aðstoð sína og  skipverja, strax og hann vissi um leitina. En um það leyti, sem skipverjar voru að  leggja af stað til leitar, fréttist um fund piltsins. En um tíma höfðu skipverjar á  Haferninum lýst upp fjallshlíðina með ljóskastara frá skipinu

Júlíus Jónsson er í lands-prófsdeild Gagnfræðaskóla  Siglufjarðar og er 15 ára að aldri.

Júlíus var fluttur á sjúkrahúsið, þar sem gert var að sárum hans. Líður honum eftir  atvikum í dag.

Júlíus var allmikið þjakaður er hann fannst, enda var 2 stiga frost mestan tímann.

Aðstandendur piltsins hafa beðið fyrir þakkir til allra þeirra er töku þátt i leitinni. -  SK.