Snjóþotukeppni
á
Siglufirði

Frá
snjóþotukeppninni.
-
Fjöldi
fólks
fylgdist
með
keppninni.
Siglufirði
29.
mars
1967
NÝ
íþróttagrein
virðist
vera
að
ryðja
sér
rúm
á
Íslandi,
er
það
snjóþotukeppni.
Sú
fyrsta,
eftir
því
sem
ég
best
veit
var
háð
á
Siglufirði
21.
mars
sl.
nokkurs-konar
undanfari
Íslandsmóts
á
skíðum.
Í
þotukeppninni
tóku
þátt
á
milli
60-70
börn
á
aldrinum
4-10
ára
í
tveim
flokkum.
Mikill
fólksfjöldi
fylgdist
með
keppninni
og
mikill
spenningur
var
ríkjandi..
Krakkarnir,
strákar
og
stelpur
voru
misjafnlega
lagin
að
stýra
þotunum.
Sumir
komust
klakklaust
alla
leið,
öðrum
hlekktist
oft
á,
sumir
voru
það
ruglaðir
og
spenntir,
að
eftir
að
hafa
hlekkst
á
og
fundið
þotu
sína,
að
þeir
jafnvel
snéru
þotunni
og
sjálfum
sér,
upp
á
móti
brekkunni,
þegar
halda
átti
af
stað
aftur.
En
allt
fór
þetta
vel
og
allir
ánægðir,
bæði
þeir
sem
sigruðu,
en
þeir
fengu
stór
páskaegg
í
verðlaun,
svo
og
þeir
sem
töpuðu,
sem
fengu
minni
egg.
Einn
af
þeim
sem
töpuðu,
5
ára
snáði
sagði
mér
að
hann
ætlaði,
að
vinna
næst
og
ætlaði
þá
að
verða
Íslandsmeistari
á
snjóþotu.
SK

Oft
fengu
keppendur
slæma
byltu,
en
létu
sér
fátt
um
finnast
því
hugurinn
var
allur
við
keppnina
bundinn.