Heimildir, tengdar kvikmyndasýningum á
Siglufirði, sem birtust í vikublaðinu á Siglufirði.

Á Bókasafni Siglufjarðar,
eru til eintök af blaðinu, frá árinu 1923
(1. árgangur)
Frekar lítið er um fréttir um Nýja Bíó og enn minna
af auglýsingum, í Siglfirðingi frá 1924 Eða allt til ársins 1929, en þá er
farið að segja frá bíó sýningum í Nýja Bíó í fréttadálkum en engar
beinar auglýsingar.
Margar tilvitnanir eru í "bíó"
vegna skemmtana og annarra samkoma í "bíó" eins og komist er að orði, í
fréttum.
Og er því ekki ljóst við hvaða "bíó" er átt við, í þeim
tilfellum. En um 1929 fara að koma einstaka fréttir af kvikmyndum, sýndum í
Nýja Bíó. Einnig er farið að segja frá samkomum og fundum í Brúarfoss
(húsið var við Suðurgötu 5 (ca) eða núverandi Ráðhústorg.) 11. janúar 1930 er
í fyrsta sinn vitnað í Bíó Café (Nýja Bíó)
Siglfirðingur 18. júlí 1924, Fréttipistillinn Siglufjörður:
H.f.Valur
hélt fyrstu bíósýninguna í hinu
nýbyggða húsi sínu í gærkvöldi og bauð þangað fjölda bæjarbúa. Auk
sýningarinnar voru ræðuhöld, söngur og dans.
Siglfirðingur 1. ágúst 1924, Fréttipistillinn
"Siglufjörður":
"Nýja Bíó"
var opnað fyrra föstudag. Var
þangað boðið húsfylli af bæjarbúum, og var þar til skemmtunar tvísöngur
þeirra konsúlanna Þormóðs Eyjólfssonar og S. A. Blöndal og kvikmyndin ."Madsalune".
Húsið er hið myndarlegasta og mynd
sú er sýnd var, ágætlega leikin.
Þótti skemmtunin hin besta og
eigendurnir sýna rausn.
Síðan hefir mynd þessi verið sýnd
oft fyrir fullu húsi.
"Bíó"
sýnir nú "Fjallaeyvind", og hlýtur
myndin mesta lof.
Siglfirðingur 16. febrúar 1929, Fréttapistillinn
"Úr bæ og byggð":
Bíó sýndi um síðustu helgi: "Greifann
af Monte Cristo" Myndin er ágæt og væri óskandi að fólki gæfist aftur kostur á
að sjá svona góða mynd.
[Þessi
mynd,
"Greifann af Monte Cristo"
(eintakið)
virðist ekki vera sama eintak og myndin sem sýnd var í Siglufjarðar-Bíó,
1922, en það eintak var alls 8 þættir, um 6 klukkustunda mynd í heildina]
Siglfirðingur 27. apríl 1929, Fréttapistillinn
"Úr bæ og byggð":
Skemmtanir
---- Frúarfélagið hélt skemmtun
síðasta vetrardag til ágóða fyrir sjúkrahúsið.
---- Kvenfélagið Von hélt sumarfagnað
í fyrrakvöld við ágæta aðsókn.
---- Bíó sýndi 1. sumardag
Borgarættina. Myndin var lélegri en vér höfðum vænst.
Siglfirðingur 10.janúar 1930, Fréttapistillinn
"Bæjarfréttir"
"Framsókn" hélt fund á Bíókaffi 8. þessa mánaðar. Las formaður
félagsins þar upp lög kaupfélaganna og urðu fundarmenn svo hrifnir af
hugsjónum samvinnunnar, að þeir fóru að dansa og dönsuðu þar til birta tók af
næsta degi.
Hirðsöngvar félagsins söng
á milli samdansanna og var mikið klappað fyrir honum, einkum þó þegar hann
söng svo hátt að röddin þraut.