Miðvikudagur
25.
september
1968
Ljósmyndir
og
texti:
Steingrímur
Saltað
um
borð
í
Haferninum
Haförninn,
17.
september.
ÞAÐ hefur verið venjan hér um borð í Haferninum, að skipverjar salti
síld í eina og eina tunnu, eða kút, til heimilisins og fyrir
vini og vandamenn. En nú höfum við stofn að „Söltunarfélagið Örninn" og erum
búnir að salta í rúmlega 400 tunnur, sem Niðursuðu-verksmiðju S.R. á
Siglufirði kaupir af okkur.
Við
vorum
búnir
að
fara
í
tvær
ferðir
á
miðin
í
sumar,
þegar
okkur
datt
í
hug
að
stofna
með
okkur
félag
og
hefja
söltun
í
stórum
stíl.
Hugmyndin
var
að
selja
Niðursuðuverksmiðju
SR
á
Siglufirðir
(Sigló
Síld)
síldina
og
bjarga
þannig
góðu
hráefni
frá
því
að
fara
í
bræðslu.
Kosin
var
stjórn
söltunarfélagsins,
sem skyldi ræða við útgerðarstjórn Hafarnarins, væntanlegan
kaupanda og Síldarútvegsnefnd.
Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóra SR og einnig útgerðar
Hafarnarins,
gaf
fúslega
leyfi
til
að
„Söltunar-félagið
Örninn"
mætti
starfa
um
borð
í
Haferninum
svo
framar-lega
sem
hagur
útgerðarinnar
yrði
ekki
skertur
að
neinu
leyti.
Samningar
tókust
við
Gunnlaug
Briem, forstjóra Sigló-síld og frá Síldarútvegsnefnd fékkst leyfi til
söltunar um borð. Var okkur þ.á ekki lengur neitt að vanbúnaði og
tókum við, til að byrja með, 200 tunnur með okkur á miðin, en nú höfum við
alls saltað í rúmlega 400 tunnur.
Að sjálfsögðu geta
ekki
allir
unnið
við
söltunina
í
einu,
því
við
þurfum
einnig
að
sinna
okkar
föstu
störfum
um
borð.
Við
stöndum tvær fjögurra klukkustunda vaktir á sólarhring, þegar ekki er
verið að lesta bræðslusíld, þannig að um það bil þriðjungur áhafnarinnar,
eða 8 menn, geta unnið í senn.
Eftir klukkan 5 á daginn bætast svo fjórir dagmenn í hópinn, auk
fyrsta vélstjóra, skipstjóra og loftskeytamanni. sem taka þátt í söltuninni,
þegar tækifæri gefst. -
Steingrímur
Þannig er söltunarsíldin hífð upp úr veiðiskipinu og um borð í
Haförninn. Síldin er oftast nær 3-6 tíma gömul.