Gísli Elíasson fv. verksmiđjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng viđ SiglufjörđFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliđi og GođinnHaförninn "fastur í ís"

Haförninn međ olíu Barniđ vaknađi..(1) Snóflóđ (2) Karlakórinn Vísir Haförninn í hafís Haförninn fastur Haförninn og  hafís Verksmiđjurnar og... Flotanum er nauđsyn... Međ ljúfu geđi Ísuđ síld söltuđ 873 síldartunnur 13- Snarráđur ökumađur Á Síldarmiđunum Svipmyndir úr síldinni Geiri og Guggan Saltađ um borđ Dćlt úr Eldborg GK ofl.

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíđu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafđu samband:

Póstfangiđ mitt

Gefđu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

  Fimmtudagur 8. febrúar 1968

Ţátttaka "Vísis" í tón-listarhátíđinni í Cannes

AĐFARANÓTT sunnudags, 21. janúar s.l. lagđi Karlakórinn Vísir, 47 manna  hópur, af stađ frá Siglufirđi og var förinni heitiđ til Cannes í Suđur-Frakklandi. Hafa  varđ hrađann á, ţví ađ norđan hríđ hafđi skolliđ á síđari hluta dags, og var hćtta á  ađ leiđin til Sauđárkróks tepptist, en á Sauđárkróki var ákveđiđ ađ flugvél frá  Loftleiđum tćki hópinn kl. 8 á sunnudagsmorgni. Ferđin ţennan 1. áfanga gekk  vel og međ ađstođ snjóýtu skiluđu langferđabílar Siglu-fjarđarleiđar hópnum til  Sauđ-árkróks í tćka tíđ. Ţađan var flogiđ til Keflavikurflugvallar og stansađ ţar  nokkra stund, en kl. 10,30 var haldiđ af stađ aftur og nú flogiđ í einum áfanga til  flugvallarins viđ Nice, og ţar lent eftir 7 kl.st. flug. 

Ađdragandi verđlaunaveitingar-innar er sá, ađ skömmu fyrir jólin 1966 komu út  á vegum Fálkans hf. í Reykjavík tvćr hljómplötur sungnar af Karlakórnum Vísi,  önnur platan međ 4 lögum, en hin međ 14 Hljómplötur ţessar náđu strax miklum  vinsćldum og á rúmlega. hálfu ári, eđa til. júlí 1967, mun hafa selst af stćrri  plötunni um 3500 eintök og mun ţađ vera hćsta sala á íslenskri hljómplötu hér á  landi á ţessu tímabili. Alţjóđasamband hljóm-plötuframleiđenda, M.I.D.E.M.,  veitir árlega verđlaun ţeim ađila í hverju landi, innan  sam-bandsins, sem hefur mesta hljómplötusölu. Ađ ţessu sinni varđ ţađ ţví Karlakórinn Vísir,  sem ţessi verđlaun hlaut og í desembermánuđi sl. kom bréf til Vísis frá Haraldi  Ólafssyni, forstjóra Fálkans, ţar sem M.I.D.E.M kunngerđi ađ Vísir hefđi hlotiđ ţessi  alţjóđlegu verđlaun og jafnframt var kórnum bođiđ til Cannes, til ađ kynna sig ţar međ  söng og veita verđ-laununum viđtöku.

 

 Geirharđur međ  plötuna og Sigurjón  međ  verđlaunagripinn.

 

Móttaka verđlaunanna.

Ţrátt fyrir ýmsa erfiđleika viđ ađ fara í svo langt og dýrt ferđalag, ákváđu  Vísismenn ađ taka bođinu. Lagt var af stađ, eins og áđur getur, ţann 21, janúar.  og komiđ heim ţann 28. janúar og ţá lent á Akureyri og fariđ ţađan til  Siglufjarđar međ hinum góđkunna Drang.

Öllu sem fram fór á ţessum hátíđahöldum. var samtímis útvarpađ um ţrjár útvarps-stöđvar í Vestur-Evrópu, ţ.e. Monte Carlo, Luxembourg og Evrópu I. Auk  ţess var ţví einnig sjónvarpađ um franska sjónvarpiđ, bćđi í litum og svarthvítu. Ţátttaka í ţessari  hátíđadagskrá var talin hafa mikiđ auglýsingagildi fyrir ţá sem ţar komu fram, en  međal skemmtikrafta á dagskránni, mátti sjá mörg heimskakkt nöfn.

Verđlaun  M.I.D.E.M.-sam-bandsins voru veitt sigurvegunum í lok hátíđarinnar. Fulltrúar 29 landa mćttu ţarna.

Vikuna frá 21-28 janúar var samfelld  tónlistarhátíđ í Cannes, Voru á hverju kvöldi tónleikar í tveimur samkomuhúsum, í  öđru klassískir tónleikar, en í hinu tónleikar af léttara tagi. Voru ţá hljómleikar hvers  kvölds í umsjá einnar ţjóđar og tónlist ţess lands flutt, og komu ţar fram úrvals  listamenn.

Ţađ, sem vakti sérstaka ánćgju Vísismanna, auk ţess sem nafn Vísis  var á skemmtiskránni međal heimsţekktra skemmti-krafta - var ađ sjá fána Íslands  blakta međal fánum stór-ţjóđanna. Voru fánar ţátttöku-ţjóđanna dregnir ađ.hún á  ađalsamkomuhúsinu og vildi svo skemmtilega til, ađ fáni Íslands var í miđri  fánaborginni. Er vafalaust, ađ ţessi ţátttaka Vísis hefur veriđ ánćgjuleg og vel  heppnuđ landkynning.

Karlakórinn Vísir vill fćra ţakkir til menntamálaráđherra, Gylfa Ţ.  Gíslasyni fyrir ágćta ađstođ og einnig Haraldi Ólafssyni, forstjóra, fyrir mikiđ undirbúningsstarf vegna ferđarinnar. Ţá fćra Vísimenn fararstjóranum,frú  Láru Zoega, bestu ţakkir fyrir ágćta fararstjórn og margvíslega fyrirgreiđslu, svo  og fjölda mörgum öđrum, er unnu ađ ţessari ferđ Vísis

Ferđaskrifstofan Útsýn skipulagi ferđina, en Loftleiđir lögđu til farkostinn, sem  var flugvélin Ţorvaldur Eiríksson.

Söngstjóri Vísis er Gerhard Schmidt en formađur kórsins er Sigurjón Sćmundsson. í Vísi  eru nú um 50 söngmenn.

Sigurjón Sćmundsson er búinn ađ vera i Karlakórnum Vísi  í 33 ár og formađar hans í um 20 ár Geirharđur Valtýsson  (Gerhard Schmidt) hefur veriđ söngstjóri og stjórnađ söngćfingum međ mikilli  prýđi undanfarin ár, og er ekki ađ efa ađ vinsćldir kórsins nú síđustu árinn eru ekki hvađ minnst honum ađ ţakka.

Karlakórinn Vísir var eini kórinn, sem kom fram á ţessari hátíđ og ţótti takast  vel, ef marka á dynjandi lófaklapp. Kórinn söng Dýravísur eftir Jón Leifs. Margir  heimsfrćgir skemmtikraftar komu ţarna fram og má ţar međal annars nefna Tom  Jones og Patelu Clark.

Kórfélagar hafa mikinn áhuga á ađ gefa út nýjar plötur, áđur  en langt um líđur. - Steingrímur    (byggt á frásögn kórfélaga.)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţetta er aukamynd, sem ekki  birtist í Morgunblađinu. Myndina mun hafa tekiđ, Kristján Stefánsson. Ţarna eru nokkrir kórfélagar ađ skođa sig um í Cannes.

Ath. Myndin af Sigurjóni og Gerhard er skönnuđ beint úr Morgunblađinu, en filman hefur glatast, sennilega lánuđ til ?