Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Haförninn með olíu Barnið vaknaði..(1) Snóflóð (2) Karlakórinn Vísir Haförninn í hafís Haförninn fastur Haförninn og  hafís Verksmiðjurnar og... Flotanum er nauðsyn... Með ljúfu geði Ísuð síld söltuð 873 síldartunnur 13- Snarráður ökumaður Á Síldarmiðunum Svipmyndir úr síldinni Geiri og Guggan Saltað um borð Dælt úr Eldborg GK ofl.

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

  Fimmtudagur 8. febrúar 1968

Þátttaka "Vísis" í tón-listarhátíðinni í Cannes

AÐFARANÓTT sunnudags, 21. janúar s.l. lagði Karlakórinn Vísir, 47 manna  hópur, af stað frá Siglufirði og var förinni heitið til Cannes í Suður-Frakklandi. Hafa  varð hraðann á, því að norðan hríð hafði skollið á síðari hluta dags, og var hætta á  að leiðin til Sauðárkróks tepptist, en á Sauðárkróki var ákveðið að flugvél frá  Loftleiðum tæki hópinn kl. 8 á sunnudagsmorgni. Ferðin þennan 1. áfanga gekk  vel og með aðstoð snjóýtu skiluðu langferðabílar Siglu-fjarðarleiðar hópnum til  Sauð-árkróks í tæka tíð. Þaðan var flogið til Keflavikurflugvallar og stansað þar  nokkra stund, en kl. 10,30 var haldið af stað aftur og nú flogið í einum áfanga til  flugvallarins við Nice, og þar lent eftir 7 kl.st. flug. 

Aðdragandi verðlaunaveitingar-innar er sá, að skömmu fyrir jólin 1966 komu út  á vegum Fálkans hf. í Reykjavík tvær hljómplötur sungnar af Karlakórnum Vísi,  önnur platan með 4 lögum, en hin með 14 Hljómplötur þessar náðu strax miklum  vinsældum og á rúmlega. hálfu ári, eða til. júlí 1967, mun hafa selst af stærri  plötunni um 3500 eintök og mun það vera hæsta sala á íslenskri hljómplötu hér á  landi á þessu tímabili. Alþjóðasamband hljóm-plötuframleiðenda, M.I.D.E.M.,  veitir árlega verðlaun þeim aðila í hverju landi, innan  sam-bandsins, sem hefur mesta hljómplötusölu. Að þessu sinni varð það því Karlakórinn Vísir,  sem þessi verðlaun hlaut og í desembermánuði sl. kom bréf til Vísis frá Haraldi  Ólafssyni, forstjóra Fálkans, þar sem M.I.D.E.M kunngerði að Vísir hefði hlotið þessi  alþjóðlegu verðlaun og jafnframt var kórnum boðið til Cannes, til að kynna sig þar með  söng og veita verð-laununum viðtöku.

 

 Geirharður með  plötuna og Sigurjón  með  verðlaunagripinn.

 

Móttaka verðlaunanna.

Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika við að fara í svo langt og dýrt ferðalag, ákváðu  Vísismenn að taka boðinu. Lagt var af stað, eins og áður getur, þann 21, janúar.  og komið heim þann 28. janúar og þá lent á Akureyri og farið þaðan til  Siglufjarðar með hinum góðkunna Drang.

Öllu sem fram fór á þessum hátíðahöldum. var samtímis útvarpað um þrjár útvarps-stöðvar í Vestur-Evrópu, þ.e. Monte Carlo, Luxembourg og Evrópu I. Auk  þess var því einnig sjónvarpað um franska sjónvarpið, bæði í litum og svarthvítu. Þátttaka í þessari  hátíðadagskrá var talin hafa mikið auglýsingagildi fyrir þá sem þar komu fram, en  meðal skemmtikrafta á dagskránni, mátti sjá mörg heimskakkt nöfn.

Verðlaun  M.I.D.E.M.-sam-bandsins voru veitt sigurvegunum í lok hátíðarinnar. Fulltrúar 29 landa mættu þarna.

Vikuna frá 21-28 janúar var samfelld  tónlistarhátíð í Cannes, Voru á hverju kvöldi tónleikar í tveimur samkomuhúsum, í  öðru klassískir tónleikar, en í hinu tónleikar af léttara tagi. Voru þá hljómleikar hvers  kvölds í umsjá einnar þjóðar og tónlist þess lands flutt, og komu þar fram úrvals  listamenn.

Það, sem vakti sérstaka ánægju Vísismanna, auk þess sem nafn Vísis  var á skemmtiskránni meðal heimsþekktra skemmti-krafta - var að sjá fána Íslands  blakta meðal fánum stór-þjóðanna. Voru fánar þátttöku-þjóðanna dregnir að.hún á  aðalsamkomuhúsinu og vildi svo skemmtilega til, að fáni Íslands var í miðri  fánaborginni. Er vafalaust, að þessi þátttaka Vísis hefur verið ánægjuleg og vel  heppnuð landkynning.

Karlakórinn Vísir vill færa þakkir til menntamálaráðherra, Gylfa Þ.  Gíslasyni fyrir ágæta aðstoð og einnig Haraldi Ólafssyni, forstjóra, fyrir mikið undirbúningsstarf vegna ferðarinnar. Þá færa Vísimenn fararstjóranum,frú  Láru Zoega, bestu þakkir fyrir ágæta fararstjórn og margvíslega fyrirgreiðslu, svo  og fjölda mörgum öðrum, er unnu að þessari ferð Vísis

Ferðaskrifstofan Útsýn skipulagi ferðina, en Loftleiðir lögðu til farkostinn, sem  var flugvélin Þorvaldur Eiríksson.

Söngstjóri Vísis er Gerhard Schmidt en formaður kórsins er Sigurjón Sæmundsson. í Vísi  eru nú um 50 söngmenn.

Sigurjón Sæmundsson er búinn að vera i Karlakórnum Vísi  í 33 ár og formaðar hans í um 20 ár Geirharður Valtýsson  (Gerhard Schmidt) hefur verið söngstjóri og stjórnað söngæfingum með mikilli  prýði undanfarin ár, og er ekki að efa að vinsældir kórsins nú síðustu árinn eru ekki hvað minnst honum að þakka.

Karlakórinn Vísir var eini kórinn, sem kom fram á þessari hátíð og þótti takast  vel, ef marka á dynjandi lófaklapp. Kórinn söng Dýravísur eftir Jón Leifs. Margir  heimsfrægir skemmtikraftar komu þarna fram og má þar meðal annars nefna Tom  Jones og Patelu Clark.

Kórfélagar hafa mikinn áhuga á að gefa út nýjar plötur, áður  en langt um líður. - Steingrímur    (byggt á frásögn kórfélaga.)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er aukamynd, sem ekki  birtist í Morgunblaðinu. Myndina mun hafa tekið, Kristján Stefánsson. Þarna eru nokkrir kórfélagar að skoða sig um í Cannes.

Ath. Myndin af Sigurjóni og Gerhard er skönnuð beint úr Morgunblaðinu, en filman hefur glatast, sennilega lánuð til ?