Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Haförninn með olíu Barnið vaknaði..(1) Snóflóð (2) Karlakórinn Vísir Haförninn í hafís Haförninn fastur Haförninn og  hafís Verksmiðjurnar og... Flotanum er nauðsyn... Með ljúfu geði Ísuð síld söltuð 873 síldartunnur 13- Snarráður ökumaður Á Síldarmiðunum Svipmyndir úr síldinni Geiri og Guggan Saltað um borð Dælt úr Eldborg GK ofl.

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

 

Miðvikudagur 3. apríl 1968.

Texti og ljósmyndir; Steingrímur

Haförninn sigldi eilífa króka og beygjur eins og skíðamaður í  svigi.

FLUTNINGASKIPIÐ Haförninn braust um helginn gegnum ísinn norður fyrir land, til  að færa Akureyringum bensín og gasolíu, sem skortur var að verða á þar. Kom  skipið til Akureyrar á mánudags-morgun og þóttu skipsmenn hafa sýnt mikinn  dugnað við erfiðar aðstæður.

Steingrímur Kristinsson frá Siglufirði, timburmaður á  Haferninum, tók meðfylgjandi myndir af ísnum og segir þannig frá ferðinni:

HAFERNINUM 1. apríl - kl. 6.30 á laugardagsmorgun sl. lagði Haförninn af  stað til Akureyrar frá Reykjavík með áætlaða viðkomu á Ísafirði. Farmurinn var olía  og bensín.

Til Ísafjarðar var komið kl. 22,15 á laugardagskvöld. 11 stiga frost var og innsti  hluti fjarðararins var lagður um 20-30 sm. þykkum ís, sem brjótast varð í gegn um,  til að komast að bryggju. Losun á áætluðum farmi gekk greiðlega, og var haldið frá  Ísafirði á flóði sunnudagsmorgun kl. 9.

Í brúnni er 14 stiga frost. þarna sjást þeir  t.f.v. Loftskeytamaðurinn Bergsveinn Gíslason, Skipstjórinn Sigurður Þorsteinsson og Pálmi Pálsson stýrimaður, allir kappklæddir.

Frost hafði hert nokkuð og var ekki hægt að sjá, að tæpum 12 tímum áður  hafði skip siglt í gegn um ísinn í „botni" fjarðarins. Samkvæmt fréttum útvarps og  veðurstofu var 20 stiga frost á Horni og siglingaleið austur fyrir algjörlega ófær  vegna hafíss. En þar sem veður var mjög gott, golukaldi og sólskin, ákvað  skipstjórinn, Sigurður Þorsteins-son að kanna ísinn, og athuga möguleika á að komast austur í gegnum hann.

Fyrsta fyrirstaðan á leiðinni, fyrir utan einstaka jaka sem sveigja þurfti frá, var  víðáttumikil ísspöng, sem náði allt út í hafsauga, svo langt sem auga og radar náði  og allt til lands. Fundin var sá hluti ísbreiðunnar sem árennilegastur var og mjóst yfir  í auðan sjó austan megin. Reyndist það vera fjórðungur úr mílu. Siglt var hægt upp  að ísröndinni og síðan lagt í hann.

Samfeld ísbreiða. Horn í baksýn

Nokkru síðar var komið í auðan sjó og aftur sett á  fulla ferð. En aðeins 2-3 sjómílur, þá varð aftur að slá af vegna mikils magns af  jökum, sem sigla varð hjá, Var skipið ekki ósvipað skíðamanni í svigkeppni, siglt í  eilífa króka og beygjur. Loks varð alveg að stöðva, því nú var komið að einni spönginni enn.

Háseti hafði verið sendur upp í mastur, til að leita að heppilegri leið í gegn um  breiðuna. Því freistandi var að halda áfram, vegna þess hve veður var gott.

Og enn  var brotist í gegn, án erfiðleika. Nú sást hafís í allar áttir, svo langt sem augað eygði,   en skyggni var mjög gott. Hásetinn uppi í mastri sá vel yfir og benti á greiðfærustu  leiðina austur, norður og suður. allt eftir því hvar von var um að komast í stóra vök.

Þegar komið var að Horni, varð ísinn nokkuð þéttar en þynnri, um 1-2 metrar á  þykkt. Nú vorum við komnir það langt inn í ísinn að, ekki borgaði sig snúa við, enda hafði borist frétt um það að fyrr um morguninn hefði  Akureyrartogarinn Svalbakur brotist í gegn og var  einversstaðar við Skaga á leið austur. Vitavörðurinn á  Hornbjargsvita hafði komið auga okkur inni í ísbreiðunni. Hann bauðst til að fara upp  á næsta fjall og reyna að vísa okkur að vökum, ef það yrði okkur að gagni.[ath.neðanmáls] Ekki  var talin þörf á því, því hásetinn í mastrinu hafði mjög gott útsýni úr varðstað  sínum. Tveir hásetar skiptust á um varðstöðu uppi í mastrinu, því kuldi var nístandi  þarna uppi. Það var líka kalt í brúnni, þar sem skipstjóri og stýrimenn héldu sig, en þar var 14 stiga frost á hlýjasta stað inni. Hafa þurfti glugga opna, því annars  komu frostrósir á alla glugga og skyggni þá ekkert

Eftir að hafa siglt rúmlega 30 mílur í gegn um ísspangarbelti frá Kögri að  Geirólfsgnúp, fóru ísspangirnar að verða grisjóttari. Var nú hægt að sigla á fullri  ferð inn á milli þeirra en sigla þurfti í allskonar krókaleiðir.

Um klukkan 18, þegar  sól var sest, fór að kólna meira og mældist 29 stiga frost. Ef til vill hefur vindurinn,  sem myndaðist af ferð skipsins á fullri ferð, hjálpað til við kælinguna. Hvað um það,  þetta var kuldinn úti. Eftir að komið var myrkur um kvöldið, voru sendir hásetar  fram í stafn skipsins, til að gegna þar varðstöðu vegna stakra jaka á siglingaleið.  Nokkrum sinnum var slegið af, eingöngu af öryggisástæðum. Til Akureyrar var  komið klukkan rúmlega þrjú á mánudagsmorgun Þá var Pollurinn þakinn lagís og  20 stiga frost. Frá Akureyri var ráðgert að fara síðari hluta dags til Siglufjarðar og losa þar bensín og svartolíu, það síðasta af farmi  Hafarnarins að þessu sinni.

Talað hefur verið um, að næsta ferð skipsins verði  eftir olíu til Englands.     - SK

Ath. Þrátt fyrir að þess hafi ekki verið getið í Morgunblaðinu, þá veitti vitavörðurinn okkur mikla aðstoð með tilvísunum ofan úr fjalli, þar sem í ljós kom að hann sá mun betur yfir ísbreiðuna en skipverjinn í mastrinu. Vitavörðurinn tók sig til af sjálfdáðum að prílaði með þunga talstöð og enn þyngri rafgeymir og loftnet, (sennilega um 30-40 kg. byrði) upp í fjallið og kallaði okkur uppi. Þessa aðstoð launuðu skipverjar vitaverði og fjölskyldu hans með því að heimsækja hann eldsnemma að morgni, rúmum þrem vikum seinna er við áttum leið hjá Horni og færðum honum margt góðgæti, fyrir unga og fullorðna fjölskyldumeðlimi, nokkuð sem ekki má nefna opinberlega.