Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Haförninn með olíu Barnið vaknaði..(1) Snóflóð (2) Karlakórinn Vísir Haförninn í hafís Haförninn fastur Haförninn og  hafís Verksmiðjurnar og... Flotanum er nauðsyn... Með ljúfu geði Ísuð síld söltuð 873 síldartunnur 13- Snarráður ökumaður Á Síldarmiðunum Svipmyndir úr síldinni Geiri og Guggan Saltað um borð Dælt úr Eldborg GK ofl.

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Miðvikudagur 25. september 1968  

Ljósmyndir og texti: Steingrímur

Hún losar til okkar daglega

Haferninum, 20. September.

M.B. GUÐBJÖRG Ísafirði er það skipsnafn, sem oftast er talað um og skrifað hér um  borð í Haferninum, og þó fyrst og fremst vegna þess, að ekki líður dagur, að m.b.  Guðbjörg fái ekki einhverja síld, stundum lítið, stundum mikið, en alltaf eitthvað.

Og Guðbjörg hefur komið daglega til okkar í þessari fimmtu ferð okkar, þann tíma sem við höfum verið á miðunum, m.a.s. sama daginn og hún  losaði síld í m.s. Síldina, kom hún með um 100 tunnur til okkar, sem við skipverjar keyptum og  söltuðum.

Guðbjörg er nú bráðum búin að vera á miðunum í .þrjá mánuði, án þess að koma til  Íslands. Aðeins einu sinni á þessu tímabili hafa skipverjar stigið á land, en það var í  Færeyjum. Þangað fóru þeir snemma í sumar með síld. Allan þennan tíma hefur Ásgeir  skipstjóri haft konu sína með sér um borð, og ekki er hægt  að segja, að hún sé nein fiskifæla, því að Guðbjörg er með þeim aflahæstu og nálgast óðum toppinn.

 

Sigríður Sveinbjörnsdóttir, eiginkona skipstjórans á m.s. Guðbjörgu ÍS., Ásgeirs Guðbjartssonar.

 

Eiginkona Ásgeirs, eða Geira, eins og hann er oftast kallaður, heitir Sigríður Sveinbjörnsdóttir og ástæðan fyrir veru hennar um borð er sú, að hún axlabrotnaði fyrir nokkru og var á Norðfirði í læknisaðgerð, er hún féllst á að fara með bónda sínum til sjós sér til upplyftingar og heilsubótar, en hún er óvinnufær.

Hún sagði, að það hefði verið 15. júní, sem þau lögðu af stað á miðin. Henni finnst þetta skemmtileg tilbreyting, þótt tíminn sé orðinn heldur lengri,  heldur en hún gerði ráð fyrir.

Annars þyrfti hún engu að kvíða. Þau eiga fjögur nær fullorðin  börn. Það yngsta, 15 ára, það er ráðskona heima, en sá elsti, 19 ára, er hann með þeim á  sjónum. Hann heitir Bjartur. Oft kemur það fyrir, að hún, þótt handlama sé, hjálpar skipverjum.  Er það sérstaklega þegar þeir eru þreyttir og sofa,  meðan látið er reka. Þá stendur hún vakt í brúnni. 

                                              - Steingrímur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðbjörg ÍS. Hún var búin að veiða 2400 tonn 20 sl.

Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóri á ms.  Guðbjörgu Ísafirði. Bátsmaðurinn á  Haferninum, Sigurður Jónsson, sést líka á til  hægri.