Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Haförninn með olíu Barnið vaknaði..(1) Snóflóð (2) Karlakórinn Vísir Haförninn í hafís Haförninn fastur Haförninn og  hafís Verksmiðjurnar og... Flotanum er nauðsyn... Með ljúfu geði Ísuð síld söltuð 873 síldartunnur 13- Snarráður ökumaður Á Síldarmiðunum Svipmyndir úr síldinni Geiri og Guggan Saltað um borð Dælt úr Eldborg GK ofl.

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Föstudagur 9. febrúar 1968

Snjóflóð á Siglufirði

 

Í AFTAKAVEÐRI því, sem geisaði um mestan hluta landsins um helgina, féll snjó-  skriða á íbúðarhúsið við Suðurgötu 76 á Siglufirði.

 Þarna býr þórir Björnsson,  rafvirki, ásamt konu og fjórum börnum þeirra og vöknuðu þau við það, er elsta dóttir  þeirra, sjö ára, kom upp í rúm til þeirra og vakti þau, en í sömu andrá fylltist  svefnherbergið af miklum þrýsting og hávaða.

Fylltist húsið nær því af snjó og urðu  skemmdirnar gífurlegar.

Myndir þessar hér á síðunni sýna. hvernig húsið leit út eftir að snjóflóðið hafði fallið á  það.

 

Þessi snjóskafl er ekki úti fyrir, heldur inni í stofu  íbúðarhússins. Er þetta annar helmingurinn af dyrunum  inn i stofuna, hinn helmingurinn fannst síðar brotinn  undir snjónum.

 

 

Þarna er verið að moka snjónum úr stofunni

 

Þessar 2 myndir, hér við hlið og fyrir ofan, tók Þórir Björnsson á Polaroid myndavél sýna, sem hann fann í brakinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jónina með börnin sín fjögur ásamt systur sinni,sem  svaf hjá vinkonu sinni, þegar snjóflóðið féll. en var  annars til heimilis hjá systur sinni. t.f.v. Hermann 5 ára,  Fjóla 1 árs, Jónína, Gunnhildur 7 ára, Björn 6 ára og  Guðrún  Víglundsdóttir. -  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna er unnið að því að gera við þakið.    

 

 

 

Unnið að viðgerð á húsinu. langt komið með að loka þakinu til bráðabirgða.

 

Ljósmyndir: Steingrímur.