Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Haförninn með olíu Barnið vaknaði..(1) Snóflóð (2) Karlakórinn Vísir Haförninn í hafís Haförninn fastur Haförninn og  hafís Verksmiðjurnar og... Flotanum er nauðsyn... Með ljúfu geði Ísuð síld söltuð 873 síldartunnur 13- Snarráður ökumaður Á Síldarmiðunum Svipmyndir úr síldinni Geiri og Guggan Saltað um borð Dælt úr Eldborg GK ofl.

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Fréttir: Bland dagsetninga, 1968 

6 atriði til umfjöllunar. Ljósmyndir; Steingrímur.

Haförninn er nú laus úr ísnum og siglir áleiðis til Englands. Þegar þessi  mynd var tekin var Haförninn fastur í ísnum 6 sjómílur vestur af Rauðanúpi og  fengu fjórir skipverjanna sér þá heilsubótargöngu út á ísinn.

Frétt Morgunblaðsins Þriðjudaginn 9. apríl 1968

Ísbreiðan austanlands nær suður að  Hornafirði

Hægur S.V.andvari fær ekki haggað  ísnum -- Skortur á nauðsynjum  byrjaður að gera vart við sig.

===========================================

 

Frétt Mbl. 7. apríl 1968

Ísinn þéttist 

LÍTIL breyting hefur orðið á ísnum. að því er Veðurstofan tjáði Mbl. í gær. Hann hefur  þó víða losnað aðeins frá landsteinum, en aftur á móti þést á siglingaleiðum. Í  skeyti frá Laxsá laust fyrir klukkan tólf í gær sagði, að skipið væri statt um 11  sjómílur ASA af Hvalbak og lægju tvær ísspangir frá Hvalbak, önnur frá norðvestri til  suðausturs, en hin frá vestri til austurs.

Ekki sást fyrir endann á ísspöngunum  Klukkan 7 i gærmorgun héldu Haförninn og togarinn Hafliði af stað í vesturátt og  ætluðu skipin, að freista þess að ná fyrir Horn, Um hádegisbilið voru skipin á  siglingu á Húnaflóa. Þar var þá mikill ís en grisjóttur og.gekk sigling vel.

===========================================

Mbl. 4. apríl 1968

Skipverjar fengu sér  heilsubótargöngu á ísnum 

Frásögn fréttaritara Morgunblaðsins  um borð í Haferninum

SÍLDARFLUTNINGASKIPIÐ Haförninn frá Siglufirði var í  gærkvöldi fast í vök um 11 sjómílur vestur af Rauðanúpi  út af Melrakkasléttu, en engin hætta var Þó talin á, að  ís hrannaðist upp að skipinu Það hafði fyrst orðið fast  í ís fyrrihluta dags í gær um 6 sjómítur út af  Rauðanúpi, en gat í gærkvöldi brotist áfram  norðnorðvestur í aðra vök. Skipverjar sáu þaðan í  ratsjá auðan sjó á talsvert víðáttumiklu svæði og var  ákveðið í gærkvöldi að bíða birtingar, en reyna þá að  brjótast þangað.

Fréttaritari Morgunblaðsins Siglufirði, Steingrímur Kristins-son, er um borð í  Haferninum, og fengum við ferðasöguna hjá honum í gær:

 „Við lögðum af stað frá. Siglufirði kl. 14 í gærdag á leið til Englands. Allmikill lagís var inni á  firðinum um 10 sm. þykkur. Fjarðarmunninn var lokaður af ísspöng, sem þó gekk vel að komast í gegnum. Ísinn var víða nokkuð gisinn og með  stórum íslausum rennum austan með landi. Þéttastur var ísinn nokkrar mílur frá  landi. Fyrri hluti leiðarinnar í gær var sæmilega greiðfær, í björtu og góðu veðri, eins  og var, en um myrkur í  gærkvöldi kl. 20 var vél stöðvuð.

Var lagst fyrir, 6 mílur  N.N.V. af Flatey og látið reka yfir nóttina. Klukkan fimm í morgun var aftur lagt af  stað, en okkur hafði rekið 7 og 1/2 mílu í S.A. yfir nóttina. Siglt var á hægri ferð  norður eftir Skjálfandadjúpi út undir sömu breiddargráðu og Grímsey, þá var siglt  sem næst austur og var hægt að siga á fullri ferð í tvo til þrjá tíma hindrunarlaust.  En út af Melrakkasléttu tók ísinn aftur að þéttast og út af Rifstanga lokaðist leiðin  algjörlega.

Dokað var við nokkra stund meðan aflað var frétta um ástand íssins  og á meðan fengum við fjórir skipsfélagar leyfi til að fá okkur heilsubótaröngu út á ísinn. Vel gekk að fóta sig, því  ísbreiðan mátti heita samfelld svo langt sem séð varð og svo slétt að jafnvel kom  til tals að reyna fyrir sér í knattspyrnu.

En stuttu síðar var gefin skipun um að koma um borð aftur og síðan var  skipinu snúið í vestur aftar. Frést hafði, að veður væri að versna fyrir Austurlandi  og ísbreiðan væri ófær venjulegum skipum.

Þegar vestar dró sást að mjög mikil  hreyfing hafði orðið á ísbreiðunni, nær allar vakir voru horfnar og þegar komið var  vestur undir Rauðanúp lokaðist leiðin algjörlega í allar áttir. Þar létum við reka þar  til Tryggvi Helgason flaug yfir ísinn fyrir okkur til að kanna útgönguleiðir, og gat  hann bent okkur á vök, sem við erum nú í, og ennfremur að auður sjór væri á  víðáttumiklu svæði enn norðar.

Í dag var hér glaða sólskin allan daginn og logn, en  nokkuð er farið að kólna nú með kvöldinu".

===========================================

Frétt Mbl. 6. apríl 1968

Haförninn undir Þórðarhöfða

ER Morgunblaðið hafði samband við fréttaritara sinn á Haferninum í gærkvöld, lá  skipið undir Þórðarhöfða í Skagafirði.

Hafði Haförninn haldið vestur með  Norðurlandi í  gær, allt til Húnaflóa, en.þá. fór að hvessa af norðaustri þar sem  íslaust var á

===========================================

Frétt Mbl. 10. apríl 1968

Hrefna í ís

Hrefna stingur höfðinu upp úr einni vökinni milli hafísjakanna fyrir norðan land.  Steingrímur Kristinsson, timburmaður á Haferninum, festi hana umsvifalaust á  mynd.

 Mikið var af hrefnum, höfrungum og selum á ísnum, er Haförninn var að  brjótast þar í gegn en enga ísbirni sáu skipverjar.

===========================================

Velvakandi

Steingrímur Kristinsson á Siglufirði skrifar þetta bréf um borð í "Haferninum":  Velvakandi góður, eftir að hafa lesið til grunna nokkur  gömul Morgunblöð, rakst ég  á frétt, þar sem sagt var frá fimm manna nefnd, er kjörin hefði verið á Alþingi, til að  athuga hverjar ráðstafanir væru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir olíuskort og  skort á fleiri nauðsynjum af völdum hafíss fyrir vestan, norðan og austan land.

Mér datt í hug, að það mundi ekki skaða ef Velvakandi vildi vera svo góður að  koma á framfæri hugmyndum, sem komið hafa fram hér um borð  „Haferninum", en  sem kunnugt er, vorum við „fastir" í hafís fyrir norðan í fimm sólarhringa.

Hér um borð eru menn, sem álíta, að sé vilji og fjármagn fyrir hendi, mundi  ekki vera mikil fyrirhöfn að styrkja m/s Haförninn til siglinga í ís og teljum við, að  ekkert íslenskt skip sé eins vel fallið til slíkra breytinga, bæði vegna sérstaks  byggingarlags, “útvortis og innvortis” svo og vegna þess að skipið er tankskip.

Hefði skipið í  upphafi verið styrkt þykkum  stálplötum að framan, hefði það aldrei stöðvast í hafísnum um daginn, Það var aðeins vegna sjálfsagðrar varfærni skipstjórans, Sigurðar  Þorsteinssonar, að ekki var haldið áfram í einni lotu. En þrátt fyrir alla varfærni,  varð ekki komist hjá því, að nokkrar plötur beygluðust á stefni skipsins, sem  óhjákvæmilega verður gert við, á þessu ári og geri ég ráð fyrir að tryggingar  greiði þann kostnað, en gæti ekki umtöluð nefnd komið því til leiðar að fá  viðkomandi aðila til að láta útbúa „Haförninn" til siglinga í ís?

Um leið fengju  Íslendingar fyrsta „ísbrjót" sinn, og mikill hluti Íslendinga þyrfti ekki að óttast  hafísinn eins og áður.

Það er trú mín og fleiri hér um borð, að fenginni  reynslu, að hefði stefni og kinnungur skipsins verið  sterkari. hefði hafísinn eins og hann var fyrir norðan og austan land, ekki stöðvað okkur.  Þökk fyrir birtinguna,  Steingrímur Kristinsson