Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Haförninn með olíu Barnið vaknaði..(1) Snóflóð (2) Karlakórinn Vísir Haförninn í hafís Haförninn fastur Haförninn og  hafís Verksmiðjurnar og... Flotanum er nauðsyn... Með ljúfu geði Ísuð síld söltuð 873 síldartunnur 13- Snarráður ökumaður Á Síldarmiðunum Svipmyndir úr síldinni Geiri og Guggan Saltað um borð Dælt úr Eldborg GK ofl.

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Þriðjudagur 3. september 1968

 

Með ljúfu geði

Haferninum, 24. júlí

SAGT var frá því í Mbl um daginn að flutningaskipin gætu ekki lengur anað  vatnsþörf síldarbátanna með sama hætti og verið hefur. Haförninn hefur síðastliðin  ár tekið með sér í hverja ferð um 100 tonn og m.s. Síldin sennilega svipað.

En nú  má reikna með að síldin haldi sig, til jafnaðar mun lengra frá Íslandi, en síðastliðið  ár, og skipin fara enn sjaldnar til lands en áður og þarf því að flytja vatnið til  þeirra. Þar sem ljóst er að Haförninn er hagkvæmastur, til að leysa vatnsvandann,  og sennilega „eina" flutningaskipið, sem flutt getur nauðsynlegt magn: 600-700  tonn, án mikillar fyrirhafnar og kostnaðar.

þá óskuðu 50 skipstjórar á norðurmiðum  eftir því við skipstjórann á Haferninum Sigurð Þorsteinsson, að hann komi því á  framfæri við rétta aðila að Haförninn flytti 600 tonna auka-skammt af vatni til handa  bátaflotanum við Svalbarða.

Til þess að gera þetta mögulegt, hafa 4 af  síðutönkum skipsins verið þvegnir mjög vandlega nú á leiðinni í land, en annars  eru þessir tankar notaðir í síldar-flutningum, til að halda skipinu réttu, þegar verið er  að losa það og lesta, en þá hefur verið dælt Sjó úr og í þá eftir því sem við á  hverju sinni. Nóg rúm er fyrir aukaolíu handa bátunum um borð í Haferninum, en pláss undir  hið feikna mikla magn matvæla, sem Haförninn færir flotanum er alls ekki of  mikið.

En af því sem brytinn um borð Sverrir Torfason, sagði mér þá óskuðu margir  síldarkokkarnir eftir ákveðnu magni matvæla, svo hann þarf stórlega að auka  pöntun sína, miðað við tvo fyrstu túrana í ár. Auk þess segjast síldarkokkar ekki fá  nema brot af því, sem þeir þurfa, í hinum flutningaskipunum.

Ég hefi hér fyrir framan mig stóran pöntunarlista, sem brytinn er búinn að  panta eftir fyrir næstu ferð, en hann pantaði í gegn um talstöðina. Virðist mér  aðeins eitt vanta, en einmitt það sagði brytinn með að væri eitt af því fáa, sem  hann treysti sér ekki til að útvega, en það er kvenfólk. Og svo sagði hann: „Stóra  mamma kemur til síldarflotans færandi hendi". Af áðurnefndum lista má nefna,  svona til gamans, 5 tonn af mjólk, 1,2 tonn sýrð mjólk, 300 lítrar rjómi, 150 kg. skyr, 2000 kg ostur og 50  kassar dósamjólk, eða rúmlega 6 tonn af mjólkurvörum

Af kjötvörum má nefna 50 kjöt-skrokka, 300 stk rúllupylsur, 50 kg. bjúgu. 50 fötur  saltkjöt. Af öðrum vörum má nefna 2 tonn sykur. 1 tonn hveiti, 1 tonn kaffi, 2 tonn  kartöflur, 800 kg smjör og smjörlíki, 500 hveitibrauð ofl. ofl.

Má af þessu sjá að það er engin smáþjónusta og kostnaður sem S.R. leggur  þarna í, en taka má fram, að engan aukakostnað eða gjald þurfa síldarskipin að  greiða til S.R. fyrir þá þjónustu þótt slíkt hafi tíðkast annarsstaðar, bæði í landi víða  og úti á sjó.

Og eins og brytinn segir svo oft: „Við gerum þetta með ljúfu geði"

Og  á ég þar við alla þá aukavinnu, sem skipverjar láta af hendi án sérstakrar þóknunar  né ákvæða í samningi. En af öllum ólöstuðum þá ber þar mest á brytanum. Hann er  ávalt reiðubúinn, hvort heldur er á nóttu eða degi, til að þjóna sjómönnunum,  sjómönnunum sem þjóðin vegs og dafnar með þessum "700 manna bæ" Íslenskra  sjómanna á norðurmiðum.   ( Myndin er af Sverri Torfasyni, bryta)

-         Steingrímur.

Peningarnir komu ekki á þessum tímum,frekar en nú, frá  Kringlunni og Smáralind eins og margir virðast halda í dag,  að sé uppsprettan".  SK (2002)