Miðvikudagur 25 apríl: Skíðalandsmót Íslands 1973
Nauðsynlegt að fylgjast með
- að mati Hafsteins Sigurðssonar
Hafsteinn Sigurðsson frá Ísafirði, hefur ásamt Árna Óðinssyni og Hauki Jóhannssyni frá Akureyri verið í nokkrum sérflokki íslenskra skíðamanna í vetur. Þessir þrír hafa sigrað í alpagreinum á punktamótum vetrarins, engir aðrir hafa náð gullinu. Hafsteinn sigraði í stórsviginu á
landsmótinu og spurðum við hann hvernig hann hefði hagað æfingum sínum í vetur.
- Ég hef æft heima eins og ég hef framast getað, en auk þess eyddi ég janúarmánuði við æfingar í Austurríki. Ég var einn Íslendinga þarna og það er jú alltaf hálfleiðinlegt að vera einn að flækjast, en það bjargaði miklu að ég fékk tækifæri til að æfa með pólskum hóp í nokkurn tíma. Það er allt annað að æfa þarna en hér heima, þar eru harðari brautir og þar af leiðandi erfiðari og maður lærir meira.
Þá spurðum við Hafstein hvort harm væri hlynntur því að senda íslenska skíðamenn til keppni og æfinga erlendis.
- Það er alveg bráðnauðsynlegt, ef það er ekki gert náum við aldrei neinum árangri, við stöðnum. Að mínu mati stefnir Skíðasamband Íslands ekki nógu hátt, það er í flestum tilfellum einstaklingunum að þakka og á þeirra kostnað, ef einhver rífur sig upp og fer út fyrir pollinn til keppni eða æfinga. Á.I.J.
Hafsteinn Sigurðsson hlaut eina gull Ísfirðinga á mótinu.