Siglufirði í marsmánuði. Þessi óvenjulega mynd er tekin á Siglufirði á dögunum, er verið er að flytja 100 lesta þungann olíutank, sjóleiðina frá Siglufirði til Akureyrar. Fóru þessir flutningar fram á vegum Olíuverslunar Íslands. Áður þurfti þrjár jarðýtur til að draga tankinn niður á bryggjuna og ýttu ýturnar á, á meðan togskipið Dagný dró tankinn fram af bryggjunni. Síðan var tankurinn dregin sjóleiðina til Akureyrar og tekinn þar á land að nýju.