Þriðjudagur 3. apríl 1973 Ljósmyndir: SK. Texti: Mbl.
Loðnan:
Fimm skip með yfir 10 þúsund lestir
SAMKVÆMT skýrslu Fiskifélags Íslands nam vikuaflinn samtals 19.091 lest og er þá miðað við sl. laugardagskvöld. og er heildarafli á sama tíma orðinn samtals 404.099 lestir. Í sl. viku tókst ekki að ná, inn afla, er landað var í Vestmannaeyjum og fleiri stöðum en nú hefur tekist að ná þeim aflatölum, og eru þrær meltaldar í heildaraflanum.
Í sömu viku í fyrra barst engin loðna á land, því vertíðinni var þá lokið. Samtals bárust á land alla vertíðina í fyrra 277.655 tonn. Á þessari vertíð hefur því borist samtals 126.444 lestum meira á land en í fyrra.
Vitað var um 43 skip í síðustu viku, er lönduðu einhverjum afla en þegar skipin voru flest að veiðum, voru þau 92 að tölu.
Nú hafa fimm skip fengið meira en 10 þúsund lestir og hér fyrir neðan birtist listi yfir þau skip, er fengið hafa 1 þúsund lestir eða meira
Hrólfur Gunnarsson Skipstjóri Guðmundi RE
Þessi skip hafa aflað yfir
10 þúsund lestir