Á síðunum "Eldur laus" eru ýmsar myndir sem sýna eldsvoða sem orðið hafa á
Siglufirði, svo og fleiri myndir sem tengjast Slökkviliði Siglufjarðar. Þær koma jöfnum höndum sem tölvu-skráning og skönnun, á safni mínu fer fram og að þeim kemur. Ætlun mín er að setja allar "eld" myndir mínar inn á síðuna. ELDUR, Í BLAND
Þetta er söguleg "mynd" Þetta er filmubútur sem varð eftir í ramma sýningarvélar, Nýja Bíós þegar það brann árið 1936. Verið var að sýna kvikmyndina Nero Keisari og var einmitt á því augnabliki sem eldur kviknaði, atriðið á tjaldinu þar sem Róm stóð í björtu báli og fólkið hljóp um göturnar á flótta undan eldinum og hrópaði: Död over Nero! Dod over brandstifteren. En þetta var á tímum þöglu myndanna og var á milli settur inn texti, í þessu tilfelli danskur texti á svörtum fleti. (Orsök brunans var sú að það kviknaði í filmunni, sem verið var að sýna og urðu af miklar skemmdir á vélum og kvikmyndahúsinu)
Frá bruna á Hótel Höfn 1958, Hótelið brann til grunna. Ljósm; Kristfinnur
18-58-0272-01
+02+03
Frá bruna á Vélaverkstæði Síldarverksmiðja Ríkisins. Það kviknaði í hádegi út frá glóð í vinnugalla (?) Ekki varð mikið tjón, ekki vitað um ár. Ljósm. Hallgrímur Jón.
Þarna er Netastöð Síldarverksmiðja Ríkisins að brenna. Allt brann nema steyptir veggir. Síðar var húsið endurbyggt undir soðkjarnaverksmiðju. Nú er húsið notað sem geymsla, aðalega sem "eitur"geymsla. Ljósm; Kristfinnur
Húsið Bakki sem Pétur J Thorsteinsson byggði árið 1917. Óskar Halldórsson leigði húsið og aðstöðu vegna fyrirtækisins Hrogn og lýsi hf. Síðar voru gerðar þar 4 íbúðir sem búið var í allt til ársins 1982, undirritaður bjó þar ma. sín fyrstu hjúskaparár frá 1955-1959, en árið 1983 fékk Slökkvilið Siglufjarðar húsið til æfingar og var það brennt til kaldra kola við það tækifæri. Steingrímur. Myndasyrpan hér til hægri er frá brunaæfingunni og örlögum hússins.
Ljósmyndir: Steingrímur
Þessi syrpa er frá bruna "Bakka" hússins 1983, guttarnir á einni myndinni er "bakkabúar" að fylgjast með athöfninni, slökkviliðsmennirnir lengst til vinstri eru Sverrir Elefsen, Ingibjörn Jóhannsson og Óskar Berg Elefsen. Slökkviliðstjórinn í þessu tilfelli "brennuvargurinn", Kristinn Georgsson er á síðustu myndinni.
03-00-0126-21a Frá bruna "Hvíta hússins" Bæjarskrifstofu hússins og lögreglustöðvar. En í því kviknaði eftir að unnið hafði verið að því að þíða frosnar vatnslagnir við útvegg hússins, ekki var farið nógu gætilega með eld.