Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Eldur Vélaverkstæði Svínabú Eldur-bland Þrjár brunasögur Eldur tunnuverksm. Eldur tunnuverksm. Börnin og brunaliðið Sex brunaútköll Eldur Haugasund Ráðhústorg 1 Fimm brunar Eldur & Hugleiðing Netastöð / Hótel Höfn Tóm síða

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

       Börnin og brunaliðið

Hér á þessar síður eru settar gamlar fréttir af eldsvoðum á Siglufirði. Frásagnir sem sóttar eru í gömul heimablöð útgefin á Siglufirði.  Einnig úr Morgunblaðinu frá 1963 og síðar 

  5. maí 1944

Í SKUGGSJÁNNI  (umræðudálkur í blaðinu Siglfirðingur)

Börnin og brunaliðið.

Það er einsdæmi um uppeldismenningu, hvernig  börn haga sér hér ef eldsvoðamerki eru gefin slökkviliðinu. Sé  þetta að degi til eru flestöll börn  bæjarins komin á vettvang löngu  á undan brunaliðinu og má þykja  ágætt ef það kemst hindrunarlítið  að brunastaðnum, gegn um barnaþvöguna, til þess að gegna skyldum sínum.

Jafnvel um hánætur í  hálf ófærum veðrum að vetri til,  eru þessir óbeðnu litlu slökkviliðsmenn komnir á brunastaðin fyrr  en nokkurn varir og þvælast þar  fyrir, slökkviliðinu til tafar og mikilla óþæginda og sjálfum sér til  voða, því að margt getur það til  borið við slík tækifæri, sem ekki  er barna meðfæri og þarf ekki  að lýsa slíku.

 

Í fyrradag var slökkviliðið kvatt  til starfa og virtist engin í bili hafa  hugmynd um hvar eldur var uppi  - nema börnin. Straumur þeirra,  hlaupandi og æpandi, sagði fljótt  til um það hvar eldsins myndi von.  Og í þann mund er slökkviliðið  kom á vettvang - og kom það þó  fljótt að vanda, þá voru á annað  hundrað börn kominn á vettvang  og meira að segja sum --- og það  allmörg - inn í húsið, þar sem  eldsins var von.

 

Fyrir nokkru síðan var elds vart  á sama stað, um hádag. Þá var áður en varði kominn á brunastaðinn  svo mikill fjöldi barna, að fullorðinna manna gætti varla í hópnum  og þau létu sér ekki nægja að vera  á götunni (í portinu) heldur var  orðið áður en varði, krökkt af þeim  uppi á þökum húsanna í kring. 

Þau rifu sig upp á húsþökin eins  og bjargfuglar og héngu þar, sum  utan á húshliðunum. Þarna á staðan  um voru meira að segja tveggja  ára kornbörn.

 

Mér er nú spurn: Er ómögulegt  fyrir lögreglu og slökkvilið að  sporna við þessum ósóma?

Það á  nú, lögum samkvæmt, hlífðarlaust  að reka allt óviðkomandi fólk af  slíkum hættusvæðum og skapast  við húsbruna. En hér eru slík lög  og reglur ekki "respekteraðar" svo  mikið, að börnum sé bægt í burtu.

Að þessu er hin mesta ómenning  og þessi ljóti siður á að hverfa með  öllu. Að húsbrunum og öðrum slíkum válegum atburðum, eiga þeir einir erindi, er þangað eru kvaddir  samkvæmt lögum og borgaralegri  skyldu.

 

Það er hart að þurfa að segja  það, en það veitti ekki af því fyrir  slökkviliðið og lögregluna að byrja  slökkvistarfið á því að ryðja burtu  af brunasvæðinu óþörfu fólki og  sérstaklega börnunum.

Og hlýði  þessi slæpingjalýður ekki settum  reglum, þá er ekki annað fyrir  hendi en að byrja á því að slökkva í honum forvitnina með brunadælunum.