Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

LJÓSMYNDasíðurnar BÍÓ-SAGA Siglufjarðar FRÉTTA-Ljósmyndir Gamlar brunasögur Gömul vegamál Heimasíður Siglfirðinga Netfanga skráning Netföng Siglfirðinga Nafnalisti, filmusafnið Nöfn látins fólks Um vefinn Hugbúnaður English

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Ég sjálfur og fjölskylda

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Kynning á efni síðunnar

Nokkur hundruð ljósmynda frá safni mínu, eftir filmum Kristfinns Guðjónssonar ljósmyndara og mínum eigin, hanga uppi á veggjum og í mynda albúmum hjá Síldarminjasafni Siglufjarðar. Það eru fyrst og fremst ljósmyndir tengdar síldarsögu Siglufjarðar, skipamyndir og myndir tengdar söltun og bræðslu.

Það ætti enginn að sleppa heimsókn í Síldarminjasafnið  enginn sér eftir þeirri heimsókn.

Steingrímur Kristinsson

Stór hluti mynda og filma safnsins, eru teknar af mér sjálfum og eru þær teknar að mestu á árunum 1959-1990. En fyrstu árin frá 1959 - 1970 má segja að ég hafi tekið um 20-30 myndir á dag að meðaltali og þá af öllu mögulegu sem fyrir augu bar, (vinnufélagar sögðu mig sofa með myndavélina á maganum).

 

Á þessum myndum mínum kennir því ýmissa grasa, en ég starfaði ma. sem blaðaljósmyndari, fyrst hjá Alþýðublaðinu, þá Dagblaðinu MYND, á meðan það var gefið út og síðar í mörg ár sem ljósmyndari og fréttaritari Morgunblaðsins, auk þess sem myndir mínar hafa verið birtar í ýmsum tímaritum, bókum, sjónvarpi, Siglufjarðar blöðunum og einnig erlendum blöðum. Og að auki hefi ég staðið að mörgum ljósmyndasýningum. Frekari kynning >>

Kristfinnur Guðjónsson ljósmyndari.

Mjög stór hluti af myndum og filmum safns míns eru eftir Kristfinn Guðjónsson ljósmyndara. Eftir hann liggur mikið magn ljósmynda.

Kristfinnur fæddist árið 1896 og nam ljósmyndun á Akureyri. Hann starfaði á Siglufirði á sumrin frá árinu 1935-1945 í útibúi Ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar á Akureyri. 

Kristfinnur stofnsetti síðan Ljósmyndastofu Siglufjarðar árið 1945 og rak stofuna til ársins 1960. 

Margar af myndum Kristfinns eru vel þekktar, td. frægasta myndin sem tekin hefur verið af Óskari Halldórssyni síldarsaltanda, er eftir Kristfinn.

  Kristfinnur lést árið 1974

 

Filmusafnið hans keypti ég af eiginkonu hans og syni, ég hefi hlúð að glerplötum filmum hans síðan og vinn af því að tölvu-skrá þær eftir bestu vitund, nöfn og efnivið myndanna. Ég á allan birtinga og yfirráða rétt yfir ljósmyndum Kristfinns.

Gísli Halldórsson og myndir tengdar SR

Þá má geta þess að sonur, Gísla heitins Halldórssonar verkfræðings sem var framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja Ríkisins frá 1930 -1935, gaf mér safn hans. Talsverðum hluta safns hans fylgja nafnaskrár og skýringar, sem eru skráðar af Gísla heitnum.

Margar merkar upplýsingar er þar að finna og er því ómetanlegt, þetta eru ma. myndir og filmur sem Gísli hafði sjálfur tekið frá ýmsum stöðum, aðalega þó hjá SR á Siglufirði, og er því kjarngóð viðbót við þær mörgu þúsundir mynda tengdum SR sem ég hefi tekið og myndum Kristfinns frá sama vettvangi.

Hallgrímur Jón Hallgrímsson

Nokkrir ljósmyndarar sem ég þekki til, (vinir mínir) hafa einnig tekið myndir sem eru í safni mínu og hafa í sumir  gefið mér frummyndir sem þeir hafa tekið. (filmur) td. Jóhann Örn Matthíasson sem hefur tekið margar góðir myndir Hallgrímur Jón Hallgrímsson (Halli Nonni) sem er lést ungur af slysförum, en hann gaf mér filmusafn sitt (amk.hluta þess) nokkrum mánuðum áður en hann lést. Myndir sem hann hafði tekið um 1965. Enn eru nokkrir ótaldir, en myndir þeirra munu mjög líklega koma fyrir hér á síðunum. Myndin til vinstri er af Halla Nonna

Ókunnir höfundar

Og þá eru til  í safninu ýmsar eftirtökur mynda eftir ókunna höfunda, sem Kristfinnur og ég höfum tekið eftir gömlum ljósmyndum fyrir fólk, aðalega til að koma í veg fyrir glötun þeirra.

Í safninu er einnig mikið magn filma (frum-filmur) sem ýmsir einstaklingar hafa gefið mér til varðveislu og eignar, myndir sem þeir hafa sjálfir tekið og myndir sem ættingjar látinna hafa gefið mér og eru þar margar athygliverðar ljósmyndir.

Mannamyndir.

Ef telja skal einstaka myndaflokka, þá er manna myndasafnið (andlitin) í mínum huga eftirtektaverðast, en þau skipta tugum þúsunda andlitin sem til eru á filmum.

Og eins og að framan segir þá er ég að skrá myndir eftir bestu getu og þá aðalega nöfn viðkomandi sem ég þekki frá "negativinu" og reyni um leið að skrá upplýsingar um viðkomandi fólk td. fæðingardag, hvar það bjó og svo annað sem liggur á lausu, upplýsingar koma ma. frá manntali Hvanneyrar prestakalls frá 1940-1980

Þá hafa uppflettingar Siglufjarðarbóka komið að góðum norum, en þar sem nöfn eru skráð og í sumum tilfellum myndir af sama fólki.

þá eru mörg  símtöl til fólks, sem grunur lék á að hafi þekkt til viðkomandi persóna og atburða. þetta er mikið verk, ekki síst vegna þess að um filmusafn Kristfinns var engin skráning til, hvorki nöfn né ártöl.

Filmu formin og skráning.

Allar filmur Kristfinns eru svart hvítar, stórar 12x18 sm. og minni glerplötur og bland filmu stærða niður í 6x6 sm.

Flestar mínar filmur eru á forminu 35 mm, bæði svart hvítar og lit, negativar og posetivar (slides / skyggnur)

Engin áreiðanleg talning hefur farið fram á filmunum í safninu en lausleg áætlun, 300-500 þúsund rammar er ekki fjarri lagi. Aðeins hafa verið skráð um 30 þúsund nöfn þeirra og þess sem myndirnar sýna.

 

Nokkuð góðar handskrifaðar upplýsingar eru til um þær myndir sem ég hefi tekið, bæði nöfn og dagsetningar sem skrifað var jöfnum höndum eftir framköllun filmanna og þær bíða betri tíma til tölvu skráningar, filmur Kristfinns og aðrar myndir sitja fyrir..

MISMUNANDI AUGUM LÍTUM VIÐ HLUTINA !! 

Munið að varðveitt ljósmynd er gulli verðmætara sé hún aðgengileg. Takmarkað gagn og ánægja er af ljósmynd eða filmu sem enginn veit af og er ef til vill til "einhversstaðar", td. uppi á háalofti í kassa !! Það sem kann að vera lítils virði eða ómerkilegt í þínum augum kunna að vera gersemar í augum annarra. Komið slíkum verðmætum á framfæri.

 

Nokkuð góðar handskrifaðar upplýsingar eru til um þær myndir sem ég hefi tekið, bæði nöfn og dagsetningar sem skrifað var jöfnum höndum eftir framköllun filmanna og þær bíða betri tíma til tölvu skráningar, filmur Kristfinns sitja fyrir..