Minnisforritið Memo er einstaklega handhægur hugbúnaður, ég hefi notað hann síðan 1997 og get ekki fyrir nokkra muni hætt því vegna þess hversu þægilegur, einfaldur og notadrjúgur hann er. Þess vegna vil ég kynna hann og miðla honum. Þetta er "Freeware" sem má dreifa að vild án gjaldtöku
Ég mæli eindregið með því að þú sækir Memo með því að smella á: Sækja Memo Uppsetning er einföld. Eftir að þú hefur smellt á "Sækja Memo" þá kemur gluggi eins og venjulega sem biður þig að velja staðsetningu þar sem þú villt geyma pakkann og smellir loknum á OK. Það tekur mjög stuttan tíma, 1/2-3 mínútur að sækja forritið því það er svo lítið aðeins 35 KB ZIP 
Þú sækir forritið í Þjöppuðu formi, ZIP og þarft að leysa það út áður en þú getur sett það upp, en allt er þetta mjög einfalt. Ef þú lendir í vandræðum máttu hafa samband með netpósti eða í síma. Ef þú ert ekki með ZIP forrit á tölvu inni þá geturðu sótt það besta á markaðnum "ókeypis" með því að smella hérna: WinZip en með því ferðu á Heimasíðu WinZip.
Símon, litli snáðinn sem mælir veru þína á netinu í krónum talið. Íslenskur texti, mjög einfalt og gagnlegt, þú ert ekki eins eyðslusamur á netinu og þú hélst, láttu Símon fylgjast með. 
Stjórnborð: Uppsetning á taxta Símans og skoðun á NOTKUN.

Uppsetningarglugginn.
Dagtexti kr. 1,50
Kvöld og helgartexti kr. 0,78
Upphafsgjald kr.3,20 Sem reiknast fyrir hvert sinn sem þú ferð inn á netið. Tímabil dagtexta byrjar kl 08:00:00 og endar kl. 19:00:00 Verðlagið í dag, okt. 2000 Verðbreytingar geturðu séð á síðum símans. http://www.siminn.is

Hér geturðu skoðað notkun lið fyrir lið; til dæmis hvert sinn sem þú ferð á netið, hvern dag, viku, mánuð eða það tímabil sem þú villt með því einfaldlega að merkja tímabilið. Til dæmis með því að smella á dagsetningu, styðja á (halda niðri) "Shift" (fyrir neðan "Caps Lock" á lyklaborðinu) og merkja neðri mörkin með músabendli, þá merkirðu það tímabil (svæðið verður dökkt) sem þú villt fá upplýsingar um.
Smelltu á "Símon" hér Símon til að ´ækja forritið.
Eftir að þú hefur sótt forritið sem tekur fáar mínútur ( 58,5 kb.) þá leysirðu það út með því að smella á simon.exe og ferð eftir leiðbeiningunum sem eru á íslensku. Best er að geyma það í "Startup" möppunni ("Ræsing" á íslenska Windows) því þá kemur það strax neðst á stikuna þína og verður þar tilbúið sjálfkrafa til notkunar þar til þú smellir á " X " sem þú skalt ekki gera heldur færa það niður á stikuna með því að smella á " - " efst til hægri í glugga þess. Þú þarft síðan að setja inn verðskrá símans í viðkomandi reyti Símons, þú velur "uppsetning". Núverandi texti símans er: