Nýja Bíó hefir undanfarna daga
sýnt myndina "Quo Vadis". Aðalhlutverkið, Nero, vitfirringinn í hinu
rómverska keisarasæti, leikur karakterleikarinn Emil Jannings af mikilli
snilld.
Fólk ætti ekki að láta ónotað
tækifærið til að sjá þessa mynd, ef nokkur tök eru á, því þar fæst rétt
lýsing á því villta munaðarlífi sem yfirstéttirnar lifðu og lifa enn í dag.
Myndin sýnir einnig betur en
nokkuð annað þær ógnir og hörmungar sem fasismi og einræði hefir í för með
sér,
Áhorfendur fyllast viðbjóði og
skelfingu að horfa á alla þá grimmd, ofsóknir og pyntingar sem beitt er við
kristna menn af blóðhundum Neros, en fullvíst er, að viðbjóðurinn yrði ekki
minni ef bíógestum væri gefið tækifæri á að sjá þær kvalir og pyntingar sem
jafnaðarmenn, kommúnistar og Gyðingar hafa orðið að þola af blóðhundum
Hitlers í "þriðja ríkinu" .
Myndin verður sýnd í kvöld
kl, 8½.
Quo Vadis? Þessi mynd um Nero var
framleidd árið 1924, og er Ítölsk af upprunna.
Aðalhlutverk voru í höndum:
Elga Brink
Rina De Liguoro
Lillian Hall-Davis
Emil Jannings ....sem lék Nero
Elena Sangro
Leikstjóri Quo Vadis var:
Arturo Ambrosio
Höfundur handrits var:
Henryk Sienkiewicz
Nánari upplýsingar um myndina
er hægt að nálgast á:
Og hægt er
að fá myndina bæði á
VHS og DVD formi, og á bók.
Neisti 1. júlí 1936
Frétt
Á sunnudagskvöldið
var, kviknaði í Bíóhúsinu hér. Stóð sýning yfir
og slitnaði filman en kviknaði um leið í henni, af geisla bogaljóssins.
Slökkviliðið kom fljótt á vettvang og tókst að slökkva eldinn en byggingin
mun hafa skemmst mikið.
Vörubirgðir Bíóbúðar eyðilögðust að mestu, en
vörum úr Skóbúðinni og vörubirgðum Vöruhússins, var bjargað, þó mikið
skemmdum af reyk og vatni.
Byggingin var vátryggð hjá Brunabótafélagi
Íslands fyrir 96 þúsund krónur.
Vörubirgðir Vöruhússins fyrir 47 þúsund krónur.
"Sunnudagskvöldið var",
var sunnudagurinn 28 júní 1936 Önnur frásögn af brunanum,
"hér"
Neisti, miðvikudagur 15.
júlí 1936
NÝJA BÍÓ
Að lokinni bráðabirgðaviðgerð og að öllu
forfallalausu, hefjast sýningar í bíó á morgun fimmtudaginn 16. júlí.
Fyrst um sinn verða 2 sýningar á hverju kvöldi, hefst hin fyrri kl. 8½
stundvíslega en hin síðari kl. 10¼
Annað kvöld verður sýnt kl. 8½
Ungverskar nætur.
Afbragðsgóð hljóm og talmynd með GITTA
ALPAR, hinni heimsfrægu söngkonu, í aðalhlutverkinu.