Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Frumkvöðlar Eggert Th. Eldur - Nero Sýningamenn ofl. Snobb - Otello Heimsmetabókin Placido Domingo Dyravarða-raunir Viðtal: Fréttablað... Non-Stop New York Merkileg bréf

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Bíó-Saga Siglufjarðar:

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni í október 1998

Fyrst í bíó 2ja ára

Steingrímur Kristinsson (Kristins í bíó) er flestum  Siglfirðingum kunnur. Hann var ekki nema 2ja ára  þegar hann fór fyrst í bíó. Hér á eftir ætlar hann að  segja okkur sitt hvað frá bíódögum sínum

 

Steingrímur, þú hefur lengi  verið kenndur við bíó Hvað  varstu gamall þegar þú fórst  fyrst í bíó ?

„Móðir mín sagði mér að ég  hefði verið 2ja ára þegar ég sá  mína fyrstu bíómynd. Ég man  sjálfur ekki neitt frá þeirri mynd  en móðir mín sagði mér að það  hefði verið teiknimynd. En síðan  hefi ég nánast séð allar myndir  sem tök voru á án tillits til þess  hvort þær voru bannaðar börnum eða ekki, ég var bara uppi í  sýningarklefa hjá pabba þegar  myndir voru bannaðar.

Móðir mín kom mér snemma í skilning um það að kvikmyndir væru dægrastytting en ekki til að herma eftir, þar færi leikur  fram en ekki raunveruleiki." 

- Svo móðir þín  hefur ekki óttast að  bíómyndirnar hefðu  neikvæð áhrif á þig  og uppeldi þitt?

"Nei hún blés á  allar slíkar vangaveltur og sagði  það aðeins skort á  skynsemi og eða  uppeldi foreldra  eða hreinan vanþroska krakka  og eða fullorðna  ef kvikmynd  nægði til að  breyta innræti viðkomandi.  Það væri uppeldi foreldranna og samskipti þeirra við börnin sem réði öllu  varðandi hegðun barna í nútíð og  framtíð."

- Hvenær byrjaði þú svo að  stjórna sýningum sjálfur í bíó? 

"Það var 2. desember 1947, þá tæplega 14 ára - og hét myndin  "Non-Stop New York", Íslenska  nafnið var "Fljúgandi morðinginn",  myndin var mjög spennandi og  að sjálfsögðu bönnuð yngri en 16  ára. En ástæðan fyrir því að ég  var "látinn sýna" þetta kvöld,  fyrr en faðir minn hafði ætlað  mér, var sú að þetta kvöld þurfti  hann að sinna viðgerð á móttöku  og sendibúnaði á loftskeytastöðinni á Siglufirði sem var bilaður, en heyrst hafði  dauft neyðarkall sem síðar kom í ljós að kom frá  togara sem strandaði við Látrabjarg. Sá  atburður er þekktur og var hans minnst þegar 50  ár voru liðin frá strandinu í desember sl."

- Svo þú hefur verið sýningarstjóri í yfir 50 ár? 

"Já það má segja það."

- Hvað er eftirminnilegast úr bíóinu?

"Það er ekki gott að segja, margt og merkilegt  hefur gerst á þessum langa ferli. Ætli það sé ekki  sá atburður sem gerðist skömmu eftir að ég og  fjölskylda mín eignuðumst Nýja Bíó, þá höfðu  um skeið, nær eingöngu verið sýndar spennu - og  hasarmyndir sem að sjálfsögðu gáfu mest í aðra  hönd hvað aðsókn snerti.

Einhver nafnalaus siðapostuli setti út á þessa  þróun í einu heimablaðanna og taldi að það vantaði "menningarupplyftandi" myndir (hvað sem það nú er, snobb að mínu mati). Einnig heyrði ég  raddir sama efnis frá nokkrum "heldri" borgurum.

Og þegar mér gafst kostur á að fá hjá Háskólabíó, myndina Otello með Placido Domingo í aðalhlutverki sem Evrópufrumsýningu, þá sló ég til og ákvað að hafa viðkomandi mynd sem jólamynd. Myndin var vel auglýst og meðal annars slegið upp sem "Evrópu  frumsýning" á myndinni sem hún var. 

Á myndina fyrra kvöldið  komu 2 mæðgur úr suðurbænum, fleiri voru kvik myndahúsagestirnir ekki þetta  kvöldið og táknrænt var ( og  fréttnæmt) að ég keyrði "öllum" bíógestunum heim ásamt dyraverðinum, þetta kvöld  2. dag jó1a. Á seinni sýninguna mættu 16, síðan hefur ekki verið tekið tillit til óska  snobbaranna í bænum varðandi val á kvikmyndum hjá Nýja Bíói á Siglufirði, sem er elsta starfandi kvikmyndahús á landinu."

- Áttu þér einhverja  uppáhaldsmynd? 

"Ekki beint, en ég held mikið upp á allar  myndir með Clint Eastwod, Harrison Ford,  Arnold Schwarzenegger og raunar allt sem telja má vel gerðar og vel leiknar kvikmyndir ef á  annað borð má nefna þær spennumyndir. Þá er  ég mjög "veikur" fyrir öllum framtíðar-myndum, myndum sem eiga að gerast í náinni framtíð."

- Þú ert líka áhugamaður um ljósmyndir og  átt mikið safn ljósmynda. Hvernig hefur þér  gengið að halda þessu öllu saman?

"Já, ég hef verið áhugaljósmyndari í mörg ár,  var fréttaritari Morgunblaðsins um tíma og  sendi þeim myndir héðan frá Siglufirði.  Auðvitað er mikil vinna að halda þessu saman  og nú er ég að útbúa skrá um allt safnið í tölvu  sem er gífurleg vinna."

Ég þakka fyrir spjallið Steingrímur. -sjh