Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Frumkvöðlar Eggert Th. Eldur - Nero Sýningamenn ofl. Snobb - Otello Heimsmetabókin Placido Domingo Dyravarða-raunir Viðtal: Fréttablað... Non-Stop New York Merkileg bréf

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Forsíðuumfjöllun (yfir þvera síðuna og stórt letur) í blaðinu DAGUR þann 8. janúar 1987

Siglfirðingar í heimsmetabókina?

 “ . .og ég tel að með frumsýningu þessarar myndar á Siglufirði hafi skapast möguleiki á  að komast á skrá í heimsmetabók “Guinnes”, þar sem mér  bíóstjóranum, tókst að  aka öllum frumsýningargestunum ásamt dyraverði heim að  lokinni sýningu í fimm manna fólksbíl, og hafði samt pláss  fyrir einn í viðbót, þar sem  frumsýningargestir voru aðeins  tveir, nánar tittekið mæðgur úr  Suðurbænum. . .” 

Þessi kafli er úr bréfi Steingríms Kristinssonar framkvæmdastjóra Nýja Bíós á Siglufirði og er hann hér að framan að  lýsa viðtökum þeim sem myndin  “Otello” fékk á Siglufirði um  jólin. Hér var um Evrópu frumsýningu að ræða en í aðalhlutverki  myndarinnar sem byggð er á  óperu Verdi var enginn annar en  hinn frægi söngvari Placido Domingo.

Steingrímur segir einnig að  þegar myndin var endursýnd  hefðu komið 16 manns í bíó og í  þeim hópi var önnur konan sem  mætti á frumsýninguna og 4 eða 5 aðkomumenn. Steingrímur segir  einnig að á myndina „Hanna og  systur" sem var tilnefnd besta  mynd ársins í New York hafi komið 10 manns og 8 þeirra  höfðu gengið út áður en sýningu  lauk .

Steingrímur er að vonum  óánægður með þessi viðbrögð  Siglfirðinga við tilraun hans til að  flytja inn “menningu” til bæjarins .  gk-  Sjá nánar á bls.8

Heimsmet ! Hvað er menning?

Sennilega eiga Akureyringar  auðvelt með að svara þessari  “kjánalegu” spurningu, þrátt fyrir að víða er orðið “menning” talið allteygjanlegt hugtak. Meðal  annars á ég erfitt með að átta mig  á því hvað felst í raun í þessu  stutta orði: „Menning".

Er þar átt  við arfleið sem ákveðnir þjóðfélagshópar, byggðarlög og eða  heilar þjóðir hafa lært um siði og  venjur, mann fram af manni, eða  er átt við einhver "listaverk"  (orðið “list” er víst einnig nokkuð teygjanlegt), handverk og eða  hugverk einstaklinga og hópa, og  er þá átt við allar tegundir verka  eða aðeins það sem almennt er  kallað “klassískt”???

Klassísk  verk hafa þau verk verið kölluð  sem annað hvort hafa fallið  meirihluta fólks í geð, eða hins  vegar þröngum hópi fólks sem  fullyrt hefur að ákveðin verk séu  listaverk og menningarlegt fyrirbrigði, bæði, svo eitthvað sé  nefnt; einhverjar málningarslettur, strokur, hringir og strik á  lérefti hengdu upp á vegg, þó svo  að enginn viti í raun hvernig eigi  að snúa, svo og tónflutningur  sem af  “leikmanni” gæti talist  einhverjar truflanir í útvarpi eða  þaðan af verra.

Og svo þá tegund  tónlistar sem margir kalla sinfóníugarg, jafnvel þó mjög mörg  tónverk í þeim dúr falli almennt  flestum vel í eyru, við viss tækifæri a.m.k.

 

Ég er öllu jöfnu ekki þungt  þenkjandi um “menningu”, þó  svo að ég sé að velta þessu fyrir  mér nú og það í blaðagrein.

En  ástæðan fyrir þessum vangaveltum mínum er að gefnu tilefni. 

Lesendur Dags hafa e.t.v. tekið  eftir fréttatilkynningu sem birtist  í Degi nú fyrir jólin þess efnis að  Placido Domingo mundi syngja á  Siglufirði um jólin, í nýrri kvikmynd um óperu Verdis, Otello,  ásamt fjölda annarra listamanna,  og að þarna væri um Evrópu frumsýningu  myndarinnar að ræða.  Þessi mynd var að sjálfsögðu  mjög vel auglýst á Siglufirði,  bæði í heimablöðum og í útstillingar gluggum Nýja Bíós, þannig  að varla hefur vitneskjan um  myndina farið framhjá á nokkrum  Siglfirðingi .

Þessi mynd var valin með tilliti til þess að reyna að  þóknast þeim stóra hópi fólks  sem sjaldan eða aldrei fer í bíó,  en hefur í gegnum árin sýnt í  verki að það hefur haft áhuga á  “klassískum” söng, með starfsemi sinni í hinum ýmsu kórum,  sem því miður eru víst allir  “dauðir” nema kirkjukórinn.

En  viti menn, myndin var sýnd eins  og auglýst hafði verið annan dag  jóla, og tel ég að með frumsýningu þessarar myndar á Siglufirði  hafi skapast möguleiki á að komast á skrá í heimsmetabók “Guinnes”, þar sem mér “bíóstjóranum” tókst að aka öllum frumsýningargestunum, ásamt dyraverði, heim að lokinni sýningu í  fimm manna fólksbíl, og hafa  samt eftir pláss fyrir einn í  viðbót, þar sem frumsýningargestirnir voru aðeins TVEIR,  nánar tiltekið mæðgur úr suðurbænum.

 

Á sunnudagskvöldið tveim  dögum seinna, var myndin  endursýnd en þá mættu til viðbótar 16 manns, þar á meðal önnur konan frá fyrri sýningunni og  4-5 aðkomumenn sem dvalið  höfðu um jólin á Siglufirði.

Þannig að lítið var upp úr þessari tilraun til að koma "menningu"  Siglfirðinga "á hærra plan", að  hafa, annað en að njóta þess að  sjá ánægjusvip þess fólks sem  kom, og fá þakkir þess fyrir, sem  ekki er venjulegt hér.

Eftir að hafa gert þessa tilraun,  og raunar fleiri, eins og t.d. mislukkaða “5 mynda Hitchcock's  viku”, og sýningu á myndinni  “Hanna og systur”, sem hvarvetna hefur fengið frábæra dóma,  og nú í desember fékk hún titilinn: “Besta mynd ársins” í New  York. Á þá mynd komu 10 og 8  höfðu gengið út áður en sýningu var lokið.

 

Eftir allt þetta, þá munum við  eigendur Nýja Bíós hf . ekki að  eigin frumkvæði - fá eða borga  fyrir, að reyna að halda uppi  “menningu” af þessu tagi né svipuðu.

Það verða einhverjir aðrir  að sjá sóma sinn í slíku, t.d.  bæjaryfirvöld og hinir “betri”  borgarar.

En hvað bæjaryfirvöld  snertir þá er varla von á neinu “menningarlegu” frá þeim ef  marka má þeirra persónulegu  aðsókn vegna heimsókna undanfarinna ára, ýmissa hópa úr nágrannabyggðum og víðar að, sem  komið hafa með margt merkilegt  og gott “á fjalirnar”, og ekki má  gleyma mætinga- og áhugaleysi  sumra þeirra á starfsemi Leikfélags Siglufjarðar síðustu árin. 

Einu skiptin sem “bæjarstjórnir”  Siglufjarðar hafa fjölmennt í  tilefni heimsókna listamanna,  virðist mér vera þegar haldnar  eru matarveislur í tilefni heimsókna Sinfóníuhljómsveitarinnar  sem hefur verið nokkuð reglulega, annað og þriðja hvert ár. Þó  verður að geta þess að sumir  bæjarfulltrúar, fyrrverandi og  núverandi, hafa ekki alveg sofið  “á verðinum” hvað aðsókn þeirra  til “menningar” tækifæra snertir.

Hópar sem hingað hafa komið  hafa sagt mér að það teljist til  undantekninga ef þeim sé ekki  tekið opnum örmum af sveitarstjórnum minni byggðarlaga,  borguð fyrir þá húsaleiga eða  veittur verulegur styrkur til þess  að unnt sé að halda mannfagnaði  þar sem boðið er upp á hinar  ýmsu tegundir “menningar”.

 

Oftar en ekki síðustu ár hefur  aðsókn á Siglufirði á vissar samkomur, verið svo léleg  að ekki hefur nægt fyrir lágri  húsaleigu, enda oft endað með  því að Nýja Bíó hf. hefur verulega slegið af til viðbótar  umsömdum afslætti, og komið  hefur fyrir að ekki hefur verið  tekin húsaleiga, svona til að  “sýna lit” .

Og til eru hópar sem  lýst hafa yfir að til Siglufjarðar  komi þeir ekki oftar, þar sem  fólkið þar þar kunni ekki að meta það, sem  alls staðar annars staðar sé tekið  opnum örmum, með mikilli  aðsókn .

Að lokum, allir hafa auðvitað  fulla heimild til að velja og hafna,  og það geri ég að sjálfsögðu. En  það er ekki nóg að tala um  “menningu”. Það verður líka að  GERA eitthvað, en við eigendur  Nýja Bíós hf. teljum okkur hafa  gert nóg.

 

Þökk fyrir birtinguna.  Steingrímur Kristinsson  Siglufirði.