Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Aðgöngumiðar I Aðgöngumiðar II Prógröm II Prógröm I Ýmislegt

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Bíó-Saga Siglufjarðar: Prógram II

 

Þór Jóhannsson:

 

Sýnishorn:

 Eitt prógramm

 

Orrustan um Stalingrad

 

Siglufjarðarbíó

      Þetta er sýnishorn af "prógrömmum" sem algengt var að seld væru með aðgöngumiðunum. En þetta var einskonar söguúrdráttur um efni myndarinnar sem sýnd var - og kom sér vel fyrir þá sem ekki gátu skilið það tungumál, ensku eða dönsku, sem voru algengustu tungumál sem töluð voru í kvikmyndum (um 1940-1950) Íslenskur texti var ekki með myndunum, en oft danskur. 

Hér fer á eftir texti "prógrammsins" hér við hliðina, Ath. ef þú villt sjá prógrammið stærra, þá smellirðu á myndina.

 

Orustan um Stalingrad

Orustan um Stalingrad stendur sem hæst. Þjóðverjar  neyta allra ráða í þeim  tilgangi að ná Stalingrad og brjótast alla leið að bökkum Volgu. Þetta eru  erfiðir dagar fyrir varnarliðið. Hin æðislega orusta hefur náð hámarki.  Grimmilegar árásir af landi og úr lofti standa yfir linnulaust, dögum og vikum  saman, en Rauði herinn hrindir þeim öllum og ver hvert hús, jafnvel hverja  rúst og hvern stein í borginni, fyrir sókn nazistanna.

Stalin marskálkur, æðsti herstjórnandi Ráðstjórnarríkjanna, er í Moskvu og  fylgist vandlega með því sem gerist á bökkum Volgu, og gerir áætlun um  hvernig her Paulus's, hershöfðingja skuli umkringdur og upprættur, og  kunngerir verjendunum hana. Hverri nýrri hersveit, sem nazistarnir tefla fram,  mætir varalið, sem marskálkurinn hefur sent á vettvang.

Það gerir aðstöðu varnarhersins mjög alvarlega, að samgöngur og samband  við austurbakka Volgu, þaðan sem hergögn og óþreyttar hersveitir berast til  Stalingrad, teppast. Fljótið er þakið jöklahröngli. Stalin gefur fyrirskipun um  að senda ísbrjóta á vettvang til hjálpar verjendunum.

Ótal ósýnilegir þræðir tengja foringja hersins og hermennina, sem verjast í  rústum borgarinnar.

Verjendurnir, allt frá hershöfðingjanum, Chuikav, til hinna óbreyttu  hermanna, heita Stalin því, og leggja þar við nafn feðra sinna, sem eitt sinn  vörðu Tsaritsyn, að verja Stalingrad til síðasta manns.

Í þann mund sem nazistarnir gera lokaárásina, sem á að færa þeim  Stalingrad og þar með yfirráðin yfir Volgu í hendur, verða þeir þess varir, að  á gresjunum að baki þeim eru liðsterkar og vel búnar sveitir úr rauða  hernum. Þessum her er ætlað það hlutverk að króa nazistana inni.

19. nóvember hefst gagnsókn. Geysilegri stórskotahríð er beint gegn  nazistahernum. Skriðdrekar Rauða hersins verða hvarvetna á vegi nazistanna  og sótt er að þeim úr lofti. Fótgönguliðið sækir fram. Vígi nazistanna hrynja  hvert af öðru og mannfall þeirra. er geysilegt. Herforingjaráð Paulus's veit  ekki sitt rjúkandi ráð og uppnám ríkir í aðalstöðvum Hitlers. Hitler fær  æðisköst og sendir Paulus hvert skeytið eftir annað með fyrirskipun um að  halda Stalingrad hvað sem það kosti. En ekkert dugir. Sókn Rauða hersins  verður ekki stöðvuð. Kjarkur nazistanna bilar, þeir missa ógrynni liðs og  hergagna og eru hraktir úr varnarstöðvum sínum einni eftir aðra.

23. nóvember lokast stálhringur Rauða hersins utan um her Paulus's.  Tilraunir Mannsteins, hershöfðingja, til að rjúfa hringinn og koma hinum  innikróaða her til hjálpar mistakast. Þjóðverjarnir í Stalingrad þjást af  hungri og kulda.

Yfirmaður sóknarhersins skorar á Paulus að gefast upp, samkvæmt skipun  Stalins, og koma með því í veg fyrir óþarfa blóðsúfihellingar. En Paulus  hlýðnast skipun Hitlers og hafnar því boði. 10. janúar gerir her  Rokossovskys hershöfðingja lokaárásina á hinn innilukta nazistaher. Paulus  hershöfðingi gefst upp, og leifarnar af her hans streyma nú loks austur yfir Volgu - til fangabúðanna.

Síðasta atriði myndarinnar gerist í Kreml, í skrifstofu Stalins. Orustunni  um Stalingrad er lokið, einn þýðingarmesti og dýrkeyptasti sigur, sem  mannkynssagan greinir frá, er unninn. Ný verkefni kalla að. Stalin heldur á  stækkunargleri og virðir fyrir sér dálítinn depil á kortinu. Þessi depill er  Berlín. Hann hefur ekki í hyggju að láta staðar numið, heldur skal nú haldið  áfram uns lokasigurinn hefur fallið Rauða hernum í hlut.