Nýtt verslunarhús K F S
Hið nýja og glæsilega verslunarhús K.F.S. tók til starfa 26. maí sl.
Á annan í hvítasunnu bauð stjórn Kaupfélags Siglfirðinga félagsmönnum sínum, framámönnum bæjarins og fréttamönnum blaða og útvarps, að skoða húsið. Kaupfélagsstjórinn, Skarphéðinn Guðmundsson, bauð gesti velkoma og sagði að byggingin hefði staðið yfir frá því í maí 1963, eða rétt þrjú ár. Húsið er þriggja hæða steinhús að rúmmáli 3645 rúmmetrar og gólfflötur neðstu hæðar um 400 fermetrar.
Teiknistofa SÍS sá, um allar byggingarteikningu og raflagnateikningu og var það Siglfirðingur, Hákon Hertervig, er það gerði. Teiknistofa. Braga Þorsteinssonar og Eyvinds Valdimarssonar, Reykjavík, gerði allar járnteikningar. Skipulag búðainnréttinga og staðsetningu kæliborða annaðist Kjartan A. Kjartansson, starfsmaður teiknistofu SÍS. Einnig teiknaði Kjartan stiga þann, er liggur á milli verslunarhæða. Í apríl 1963 var verkið boðið út og komu tvö byggingartilboð. Því lægra var tekið. Var það upp á 1 milljón. og 990 þúsund. kr., fokheld bygging og var húsið tekið í notkun nú, 26. maí.
Frá því að framkvæmdir hófust 1965 hafa margir lagt hönd að verki, Baldur Ólafsson, múrarameistari, annaðist einangrun og múrhúðun hússins og flísalögn í kjötafgreiðslu. Guðmundur Þorláksson og Hjörtur Ármannsson höfðu umsjón með allri trésmíðavinnu og ýmissa aðra verkstjórn meðan á innréttingu stóð. Raflagnir og lýsing var framkvæmd af Raflýsing h.f . Miðstöðvarlögn, vatnslagnir, uppsetningu hreinlætistækja ásamt smíði stiga annaðist Jón Dýrfjörð. Smíði og uppsetning lofhitunarkerfis var framkvæmd af Blikksmiðjunni Sörla, Reykjavík. Smíði og uppsetning á málmgluggum og hurðum neðstu, " hæðar var framkvæmd. af Rafa.hf., Hafnarfirði, og lögn frysti, kælum og kæliborðum af Braga Sigurðssyni Sauðárkróki. Öll búðainnrétting er frá Sænsku samvinnufélögunum og hin fullkomnasta, sem er til í kjörbúðainnréttingum, Á neðstu hæð hússins er mjög fullkomin nýlendu og matvörukjörbúð með tilheyrandi geymslu og útbúna.