Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Sigló-síld Vísir 40 ára Siglfirðingur SI 150 Halla Haralds Kaupfélagið

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

í júlí 1964

SIGLFIRÐINGUR SI 150

Þann 6. júlí sl. kom til Siglufjarðar nýr skuttogari, „Siglfirðingur" SI 150.

Siglfirðingur SI 150 siglir inn í heimahöfn, aðfaranótt mánudags 6. júlí 1964, eftir siglingu frá Noregi þar sem skipið var smíðað.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta skip er nýjung í skipaeign Íslendinga, og ánægjulegt, að Siglfirðingar skyldu verða  fyrstir til að koma með þessa nýsmíði í fiskiskipastólinn. Skipið er 270 tonn, búið öllum  fullkomnustu leitar og veiði-tækjum. Eigendur Siglfirðings er samnefnt hlutafélag, en að  því standa yfirmenn skipsins : Páll Gestsson, skipstjóri, Axel Schiöth, stýrimaður; Agnar Þór Haraldsson vélstjóri; Jóhann Friðleifsson, II. vélstjóri; Eyþór Hallsson, framkvæmdastjóri, og  Kaupfélag Siglfirðinga.

Siglfirðingur fór á síldveiðar stuttu eftir heimkomuna, og veiðir nú með venjulegri  síldarnót fyrst til að byrja með. Áhöfn skipsins er 13 manns. Skipið reyndist vel í  heimsiglingu og var mestur ganghraði um 12 mílur.

Þessu nýjasta skipi Siglfirðinga fylgja árnaðaróskir, og bæn um blessun á hafinu.