Þetta skip er nýjung í skipaeign Íslendinga, og ánægjulegt, að Siglfirðingar skyldu verða fyrstir til að koma með þessa nýsmíði í fiskiskipastólinn. Skipið er 270 tonn, búið öllum fullkomnustu leitar og veiði-tækjum. Eigendur Siglfirðings er samnefnt hlutafélag, en að því standa yfirmenn skipsins : Páll Gestsson, skipstjóri, Axel Schiöth, stýrimaður; Agnar Þór Haraldsson vélstjóri; Jóhann Friðleifsson, II. vélstjóri; Eyþór Hallsson, framkvæmdastjóri, og Kaupfélag Siglfirðinga.
Siglfirðingur fór á síldveiðar stuttu eftir heimkomuna, og veiðir nú með venjulegri síldarnót fyrst til að byrja með. Áhöfn skipsins er 13 manns. Skipið reyndist vel í heimsiglingu og var mestur ganghraði um 12 mílur.
Þessu nýjasta skipi Siglfirðinga fylgja árnaðaróskir, og bæn um blessun á hafinu.