
Draug
á leið inn á Siglufjarðarhöfn eftir að það losnaði, í fylgd með
síldveiðiskipinu Arnfirðingur RE og síldarflutningaskipinu Store Knut
Siglufirði,
22. júní.
Draug var á leið
til Siglufjarðar í blíðskaparveðri, þegar það strandaði. Var nokkur ferð á
skipinu og lyftist það nokkuð upp við strandið. þarna er 10-12 feta dýpi, en
Draug ristir a.m.k. 14 fet. Sjávarbotninn þarna er nokkuð sléttur en klappir
sums staðar.
Ástæðan fyrir strandinu er
ókunn ennþá, en skipið hefur siglt fyrir klappirnar grynnra en óhætt
er, meir að segja fara trillubátar dýpra. Þegar alda er brýtur mikið
þarna, en sjór
var alveg ládauður þegar Draug tók niðri.
Gat kom á botn
skipsins við strandið og flaut mikið olíumagn út um það, enda hafði
komið gat á olíugeymi og var stórt svæði þakið olíu. Eftirlitsskipið
kallaði á aðstoð og fór síldarbáturinn Arnfirðingur RE á staðinn, svo og
olíubáturinn Skeljungur I. Æskan
SI og Ólafur Friðbertsson, Skeljungur I. kom dráttartaug yfir í
Arnfirðing og reyndi hann og hinir bátarnir að ná Draug á flot á flóðinu kl.
1:30 um nóttina.

Nokkrir
sjóliðanna sem Arnfirðingur flutti frá Draug ganga á land á
Siglufirði.
Fleiri
myndir
frá
þessari
uppákomu,
ef
þú
smellir
á
hnappinn
"Fleiri
myndir"
hér
ofan
til
vinstri.