Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Morgunblaðið 1962 Morgunblaðið 1963 Morgunblaðið 1964 Morgunblaðið 1965 Morgunblaðið 1966 Morgunblaðið 1967 Morgunblaðið 1968 Morgunblaðið 1969 Morgunblaðið 1970 Morgunblaðið 1971 Morgunblaðið 1972 Morgunblaðið 1973 Morgunblaðið 1974 Morgunblaðið 1975 Morgunblaðið 1976 Morgunbl-2000

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Grein birt í Morgunblaðinu 28. apríl 2000

Mannamyndir út á netið

 Mikil umræða hefur orðið í almennu tali og úti á “netinu”, varðandi hugdettu tölvunefndar um bann við birtingu mannamynda á netinu. Og nú hafa fjölmiðlar blandast inn í þessa umræðu. 

Undirritaður hefur ekki tekið mikinn þátt í þessari  umræðu, en ég hefi haldið úti ljósmyndasíðu með mannamyndum Ljósmyndasafn Steingríms frá byrjun ársins 1998, þar eru nokkur hundruð þúsund (?)
Ég er hættur að telja)  og tel því ástæðu til að láta skoðun mína í ljós. 

Fyrstu ljósmyndirnar sem ég sá á safni, þá unglingur var á Minjasafninu Glaumbæ í Skagafirði en þar héngu uppi nokkrir tugir ef ekki hundruð ljósmynda og fólki og er ég ekki frá því að þar hafi ég fengið “bakteríuna” hvað varðar áráttuna á söfnun ljósmynda. Síðan hefi ég haldið fjölda sýninga á ljósmyndum sem að stofni til hafa verið mannamyndir, í heimabyggð minni Siglufirði og einnig eina sýningu í öðru byggðarlagi.

 Ég sjálfur er lítið peð í þeirri flóru ljósmyndara og safnara sem komið hafa myndum sínum á framfæri opinberlaga án þess að einhverri “nefnd” launuð af stóra bróðir hafi dottið í hug að hugsanlega væri “ólöglegt” að sýna mannamyndir opinberlega. Ef til vill dettur þessum sömu spekingum í hug að fyrst nefnd þeirra heitir “tölvunefnd” þá komi þeim opinber birting við þar sem tölva kemur við sögu vegna birtinganna.  Hefur þessum mönnum ekki hlotnast vitneskja þess efnis að nánast öll myndvinnsla í dag er gerð með aðstoð eða að öllu leiti með tölvu ? Kannski stóri bróðir fari að takmarka aðgengi tölva vegna þessara möguleika ? 

Mér finnst þessi hugmynd um að birting mannamynda-ljósmynda sé ólögleg, bæði fáránleg og heimskuleg. Einn kunningi minn sem er lögfræðingur og heimsótti eina af sýningum mínum (áður en net væðing hófst) svaraði mér aðspurður vegna forvitni minnar, hvort mér bæri skilda til að fjarlægja ljósmynd af sýningu minni ef einhver á viðkomandi mynd færi fram á það.

Hann svaraði mér eitthvað á þá leið að það væri siðferðisleg skylda mín en ekki lagaleg, en lögin væru frekar óljós á þessu svið, en ef myndin væri á einhvern hátt meiðandi þá bæri mér tafarlaust skilda til að fjarlægja viðkomandi mynd.

En samkvæmt lögum væri frumfilma eign viðkomandi ljósmyndara eða rétthafa og hefði hann því fullan rétt til að hagnýta sér hana að vild ef viðkomandi ljósmynd væri tekin á opinberum vettvangi, (ljósmyndastofa væri opinber vettvangur) en ekki inni á heimili viðkomandi og gegn vilja hans.

Og hvað mínar sýningar snerti þá teldi hann þær fyrst og fremst menningarlegs eðlis og leit til að afla upplýsinga um nöfn fólks sem væri “óþekkt” á myndum mínu.

En ætið hefur legið uppi beðni til fólks sem heimsótt hafa sýningar mínar í sölum og nú á netinu, að segja mér frá nöfnum fólks á myndum mínum.   Og viðbrögð fólks ætíð verið jákvæð. 

Og til fróðleiks kemur hér 3.gr. höfundarlaga:

3. gr. höfundalaga
“Höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum."

(Áhersla á: “birta það” er mín.)

Lögfróður get ég tæpast kallast en skilningur minn er eftir orðanna hljóðan: Engin takmörkun er á birtingu, og ekki orði minnst á “internetið” sem sennilega var ekki til þegar þetta var samið.

Undirritaður hefur unnið að því undanfarna áratugi að skrá safn sitt í tölvutækt form auk þess að skanna inn filmurnar sem hafa að geyma marga tug þúsunda mannamynda auk annarra heimilda allt frá árunum 1930, myndir teknar vítt um landið ma. Alþingishátíðinni á þingvöllum, þó mest frá Siglufirði og þar með fólkinu og lífinu á Síldarárunum. Megnið af myndunum hefur Kristfinnur Guðjónsson ljósmyndari Siglufirði tekið en einnig myndir eftir mig sjálfan ofl.

Á síðustu 2 árum hefi ég fengið fleiri hundruð bréf frá fólki á öllum aldri, fólki sem skoðað hefur Ljósmyndasíður mínar, fólk sem hefur séð á síðunum sjálfa sig, ættingja og vini sína og fólk sem er að láta ánægju sína í ljós með framtak mitt. Þúsundir nafna hefi ég getað bætt í skráningu mína við myndir mínar fyrir atbeina þessa fólks, ómetanlega upplýsingar sem ekki er hægt að nálgast með öðru móti. Staðreyndin er hvað sem skoðunum tölvunefndar líður. Ljósmyndir án upplýsinga og nafna eru lítils virði, án upplýsinga er umhirða gamalla ljósmynda tilgangslaus. Og spyrja mætti í sambandi við gömul gögn: Hvaða gagn væri að varðveislu þjóðargersema okkar Íslendinga handritunum ef þar væri ekkert letur, aðeins kálfaskinnið ?

Og einnig mætti spyrja. Ef almenningur á ekki að hafa rétt til að skoða mannamyndir á netin. Hverjir eiga hinir útvöldu að vera og þá til hvers eiga hinir “útvöldu” að skoða myndirnar ? Varla til að sýna þær almenningi ! ef taka ætti eitthvað mark á “tölvunefndar hugmyndum”.

Hver einstaklingur sem lætur taka af sér ljósmynd gerir það í þeim tilgangi að viðkomandi augnablik verði varðveitt handa sér og komandi. Það hlýtur að teljast afbrigði ef einhver fer til ljósmyndara í þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir að viðkomandi ljósmyndir verði eyðilagðar og engum sýndar, þó svo að einstaka mynd finnist ekki líkjast mótífinu sem ekki er óalgengt, sjálfur hefi ég tekið mikið af mannamyndum að beiðni fólks og einu sinni hefi ég verið beðinn að eyðileggja filmuna í slíku tilfelli, en var beðinn að endurtaka myndatökuna nokkrum dögum seinna og var að sjálfsögðu orðið við þeim óskum. En það er staðreynd að þegar ljósmynd er valin til birtingar, hvar sem er, þá reynir viðkomandi, hvort heldur er ljósmyndarinn, sá sem velur mynd með efni sem hann ætlar að birta að velja þá mynd sem “best” þykir, því flestir láta taka af sér fleiri en eina ljósmynd í hvert sinn, flestir 6 myndir hjá ljósmyndara.

Bestu óskir um góðan endi á þessari umræðu.

Steingrímur Kristinsson

Siglufirði. Nánari upplýsingar um undirritaðan er að fá á Ljósmyndasafn Steingríms:   (Kynning SK.htm)