Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Sigló vígð Skíðamót Íslands ´63 (1) Skíðamót Ísland ´63 (2)

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Málgagn framsóknarmanna í Reykjavík.

19. apríl 1963, texti: fréttaritari Tímans, ljósmyndir Steingrímur.   

 

Myndir frá Íslandsmóti á skíðum á Siglufiðri 12. - 15. apríl 1963. Textinn er (að mestu) "skannaður" beint úr viðkomandi blaði og því raunverulegur.

STÓRSIGUR SIGLFIRÐINGA

Hlutu Íslandsmeistara í öllum greinum á skíðamótinu, nema flokkasvigi. - Reykvíkingar veðurtepptir -

Þrátt fyrir afar óhagstæð veðurskilyrði fór Skíðalands- mótið fram um páskana á Siglufirði.  Eins og svo oft áður voru Siglfirsku skíðamennirnir.sigursælir,en óhætt er að fullyrða að yfirburðirnir  hafi aldrei verið meiri en nú - þeir sigruðu í  öllum greinum mótsins að flokkasviginu undanskildu, en þar báru Ísfirðingar hærri hlut.

Ráðgert var að mótið hæfist á þriðjudaginn, en þá var veður mjög slæmt og  hófst það ekkí fyrr en á föstudaginn langa. Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið  Siglfirðingum hliðhollir varðandi framkvæmd mótsins, er ekki frá því að þeir hafi  hjálpað þeim um eitthvað af meistara- titlunum, en fjöldi skíðamanna víðs vegar af  landinu treysti sér ekki til Siglufjarðar vegna veðursins og .setti það talsverðan svip  á mótið, að aðeins tveir þátttakendur voru frá  Reykjavík - hinir urðu að snúa við á Blönduósi. Af Siglfirsku skíðamönnunum bar mest á hinum gamalreynda kappa-, Jóhanni  Vilbergssyni ­hann sigraði í þremur greinum mótsins, svigi, stórsvigi og Alpatvíkeppni.  Þá vakti einnig mikla athygli frammistaða Birgis Guðlaugssonar, en hann sigraði  bæði í 15 og 30 km. göngu.

Frá boðgöngunni á landsmótinu: Guðmundur Sveinsson, Siglufirði tekur við af  Sveini Sveinssyni, sem hafði áður unnið um 3 mínútur á. ­

15 km. ganga:

Helstu úrslit urðu eins og hér segir: 

1. Birgir Guðlaugsson, Siglufirði 64,46 

2. Sveinn Sveinsson, Siglufirði 65,26

3. Guðmundur Sveinson, Siglufirði 65.34 

30 km ganga

1. Birgir Guðlaugsson Siglufirði l,59,27

2. Sveinn Sveinsson, Siglufirði 2,05,27

3. Guðmundur  Sveinsson, Siglufirði 2,06,45

 

 

Hin góða frammistaða Siglfirðinga á Skíðalandsmótinu, sem fram fór um  páskana, hefur vakið mikla athygli - þó sér í lagi frammistaða þeirra Jóhanns  Vilbergssonar, sem varð þrefaldur Íslandsmeistari, og Birgis Guðlaugssonar, en.  hann sigraði bæði í 15 og 30 km. göngu,

 

Birgir Guðlaugsson að koma i mark eftir 15 km. gönguna og virðist hann  ekki vera sérlega eftir sig....

 

  4x10 km boðganga: 

Aðeins tvær sveitir tóku þátt í þessari grein: 

Sveit Siglufjarðar 3,14,29

Sveit Ísafjarðar 3.21.30 

 

Flokkasvig ,

Sveit Ísfirðinga varð í fyrsta sæti, annað sæti hrepptu Akureyringar og lestina  ráku Siglfirðingar.

Í Alpatvíkeppni urðu meistarar .Jóhann Vilbergsson og Kristín Þorgeirsdóttir - 

Í 10 km. göngu unglinga 15-16 ára sigraði Björn Ólsen frá Siglufirði  

Í 10 km.  göngu 17--19 ára sigraði Þórhallur Sveinson, einnig frá Siglufirði. 

Jóhann Vilbergsson - þrefaldur Íslandsmeistari,

 - Á myndinni sést hann nýkominn í  mark eftir harða keppni.

 

Svigkeppni karla:

Jóhann Vilbergsson, Siglufirði 89,8 

Kristinn Benediktsson  Ísafirði 90.8 

Svanberg Þórðarson, Ólafsfirði 95,8 

Stórsvig  karla:

Jóhann Vilbergsson, Siglufirði 73,2 

Kristinn  Benediktsson, Ísafirði 73,5 

Hafsteinn Sigurðsson, Ísafirði  77,7 i 

Svig kvenna: 

Kristín Þorgeirsdóttir, Siglufirði 79,4

 Jakobína Jakobsdóttir. Reykjavík 97,2 

Stórsvig  kvenna:

Kristín Þorgeirsdóttir, Siglufirði 40,5

  Jakobína Jakobsdóttir, Reykjavík 45.7

 Jóna  Jónsdóttir, Ísafirði 49,3

 

Um framkvæmd mótsins er það að segja, að hún fórst Siglfirðingum vel úr  hendi eins og endranær. Þeir höfðu afar stuttan tíma til undirbúnings, en eins og  kunnugt er var upphaflega gert ráð fyrir að mótið færi fram á Norðfirði. - Aðeins í:  einni grein varð að fresta keppni - í stökki - eingöngu vegna óhagstæðra  veðurskilyrða. Mótstjóri var Helgi Sveinsson.

 

Fleiri myndir frá skíðamótinu á næstu síðu.